Á morgun fimmtudag gefst okkur einstakt tækifæri til að hlusta á Róbert Guðfinnsson athafnamann fjalla um uppbygginguna á Siglufirði og ný atvinnutækifæri:
,,Gamli Síldarbærinn Siglufjörður er að ganga í endurnýjun lífdaga. Frá hruni norsk-íslenska síldarstofnsins árið 1967 hefur íbúum fækkað. Tæknivæðing í sjávarútvegi og einhæft atvinnulíf hefur leitt af sér fækkun starfa og fá tækifæri fyrir ungt menntað fólk. Með nýsköpun í líftækni og fjárfestingu í ferðaiðnaði er að myndast nýr grunnur fyrir samfélagið. Breidd í atvinnulífinu með nýjum störfum gefur nýrri kynslóð tækifæri til að snúa vörn í sókn.”
Hver eru sóknarfæri byggðarlaga úti á landi?
Hverjir eru möguleikar einstaklinga til að leggja samfélaginu lið?
Allir hjartanlega velkomnir!
Samstarfsverkefni Rótarýklúbbs Vestmannaeyja, Safnahúss og Sagnheima.