Myndlistasýning og bókakynningar í Einarsstofu og bókasafni.
Saga og súpa í Sagnheimum, sunnudag kl. 12, bókakynning og ljósmyndasýning.
Saga og súpa í Sagnheimum, sunnudag kl. 12, bókakynning krydduð með ljósmyndum.
Halldór Svavarsson kynnir nýútkomna bók sína Grænlandsför Gottu, Árið 1929 var farin ótrúleg ferð til Grænlands á Gottu VE 108 til að fanga sauðnaut. Öll var ferðin hin ævintýralegasta og voru dýrin höfð til sýnis á Austurvelli í Reykjavík við heimkomu. Að þessu tilefni verða sýndar myndir úr eigu eins leiðangursfara, Þorvaldar Guðjónssonar frá Sandfelli, sem varðveittar eru í Héraðsskjalasafni Vestmannaeyja.
Höfundur er Vestmannaeyingur, sem heillaðist á unga aldri af ævintýrum Gottuleiðangursins.
Allir hjartanlega velkomnir!