Sagnheimar sáu að vanda um að skrýða fjallkonuna með dyggri aðstoð Hafdísar Ástþórsdóttur.
Fjallkonan okkar í ár var Thelma Ýr Þórarinsdóttir sem flutti hátíðarljóð Huldu: Hver á sér fegra föðurland í Hafnarbúðum og á Stakkagerðistúni. Fjallkonan bar kyrtil sem saumaður var af Ólöfu Waage en faldblæjan, koffur, stokkabelti og möttull komu frá Ásdísi Johnsen, allt nú í varðveislu safnsins.
Skátafélagið Faxi sá um heiðursvörð. Frítt var á safnið í tilefni dagsins.