Þess er nú minnst í Einarsstofu að 50 ár eru liðin frá því að Stýrimannaskóli var stofnaður hér í Eyjum. Sýndar eru myndir af nemendum og kennurum skólans en svo margar myndir leyndust í ljósmyndasafninu að skipta varð sýningunni í tvennt. Í dag föstudag er því skipt um myndir og nú bara sýndar myndir frá 1984 og yngri. Við þessi tímamót skólans hefur Friðrik Ásmundsson fyrrum skólameistari tekið saman skemmtilegt og fróðlegt kver um sögu skólans og þá sem hann sóttu, nemendur og kennara. Kverið heitir: Skipstjórnarnám og Stýrimannaskólinn í Vestmannaeyjum og má nálgast það hjá Friðrik sjálfum. Sýningin verður í Einarsstofu til 20. nóvember og er opin á opnunartíma Safnahúss. Kíkið endilega á þessar skemmtilegu sýningu af kempunum!
PrevSaga og súpa í Sagnheimum, byggðasafni – 11. nóv. kl. 1210 nóvember 2014NextSagnheimar – Vilborg, hrafninn og krakkarnir!17 nóvember 2014
Warning: Undefined array key 0 in /web/s0717b/public_html/wp-content/themes/dfd-native/inc/loop/posts/post_single.php on line 279
Warning: Attempt to read property "slug" on null in /web/s0717b/public_html/wp-content/themes/dfd-native/inc/loop/posts/post_single.php on line 279