Við höldum nú ótrauð áfram með afmælisveislu Safnahúss.
Sunnudaginn 26. ágúst eigum við aftur von á góðum gestum. Bððvar Guðmundsson rithöfundur sem ef til vill er best þekktur fyrir svokallaðar vesturfarasögur heldur erindi í Einarsstofu. Af öðrum góðum gestum þann dag má nefna Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, Atla Ásmundsson ræðismann Íslendinga í Kanada og Þórð Tómasson í Skógum sem kynnir nýja bók sína Liðna Landeyinga.
Dagskráin er styrkt af Vestmannaeyjabæ og Menningarráði Suðurlands og er ókeypis. Allir hjartanlega velkomnir!