Sunnudaginn 6. september minnumst við merkra kvenna í Safnahúsi Vestmannaeyja. Við byrjum uppi í kirkjugarði kl. 13:30 og síðan tekur við dagskrá í Einarsstofu kl. 14:30 Að henni lokinni opnar Kristín Ástgeirsdóttir farandsýningu Kvenréttindafélags Íslands sem hefur verið á hringferð um landið í tilefni 100 ára kosningaréttar íslenskra kvenna. Allir hjartanlega velkomnir, sjá nánar í meðfylgjandi auglýsingu!