Jólaundirbúningur er á fullu í Safnahúsi eins og víða annars staðar.
Jólasveinaklúbburinn er í gangi á bókasafninu fyrir duglega lestrarhesta, uppskeruhátíð 21. desember.
Einarsstofa er orðin mjög jólaleg, jólatréð skreytt, jólaarininn kominn upp og málverk úr Listasafni Vestmannaeyja prýða veggina. Þar má einnig sjá í glerskáp einkasafn Viktors Hjartarsonar á jólakertum.
Kíkið endilega á jólin í Safnahúsi – allir velkomnir!