Að vanda verður heilmikið um að vera í Safnahúsi Vestmannaeyja á sumardaginn fyrsta.
Einarsstofa kl. 11:
Lúðrasveitin leikur vel valin lög.
Sigurvegarar Stóru upplestrarkeppninnar, þau Aðalheiður Svanhvít Magnúsdóttir, Hólnfríður Arna Steinsdóttir og Arnar Gauti Egilsson lesa úr Ertu Guð, afi? eftir Þorgrím Þráinsson.
Goslokalag 2016 frumflutt, en lag og texti er eftir Sigurmund G. Einarsson.
Tilkynnt um val bæjarlistamanns Vestmannaeyja 2016.
Opið verður í Sagnheimum frá kl. 13-16, frítt verður inn í boði Vestmannaeyjabæjar.
Vestmannaeyjabær og Safnahús óskar bæjarbúum gleðilegs sumars!