Guðjón Ármann Eyjólfsson, fyrrverandi skólameistari, steig á stokk og minntist frumkvöðla byggðasasafnsins en faðir hans Eyjólfur Gíslason var í fyrstu byggðasafnsnefndinni.
í tilefni afmælisins gáfu Guðjón Ármann og Anika kona hans byggða- og listasafni Vestmannaeyja bókina Stínu sem er minnisvarði um líf listakonunnar Kristínar Guðjónsdóttur. Hér má sjá þau hjónin ásamt Kára Bjarnasyni forstöðumanni bóka- og listasafns Vestmannaeyja og Helgu Hallbergsdóttur safnstjóra Sagnheima, byggðasafns.
Í fyrstu byggðasafnsnefndinni (1952) voru þrír skipaðir af bæjarstjórn, Þorsteinn Þ. Víglundsson, Oddgeir Kristjánsson og Guðjón Scheving. Tveir voru skipaðir af Vestmannaeyjafélaginu, Eyjólfur Gíslason frá Bessastöðum og Árni Árnason símritari frá Grund. Þorsteinn var formaður nefndarinnar. Fyrsta verk nefndarinnar var að skrá myndasafn Kjartans Guðmundssonar ljósmyndara sem dó síðla árs 1950 en mikill hluti glerplatna hans voru gefnar byggðasafninu.