Dagana 17.-19. júlí eru 385 ár liðin frá Tyrkjaráninu. Í tilefni af því efnir Sögusetur 1627 til sögugöngu um Tyrkjaránsslóðir og dagskrár á Skansinum fimmtudaginn 19. júlí.
Sameinast verður í bíla við Safnahúsið kl. 18.
Dagskrár:
18:00 Sameinast í bíla við Safnahús og farið út í Brimurð.
18:15 Söguganga með Ragnari Óskarssyni, sagnfræðingi
19:30 Dagskrá við Skansinn. Leikdagskrá á vegum Leikfélags Vestmannaeyja, stutt frásögn úr Reisubók sr. Ólafs, súpa.
20:00 Skotið úr fallbyssu við dagskrárlok.
Þeim sem þess óska verður ekið aftur í Brimurðina að sækja bíla sína í dagskrárlok.