Mikill og skemmtilegur erill var í Sagnahúsi er þess var minnst að 40 ár eru liðin frá því að gos hófst á Heimaey. Krakkarnir í grunnskólanum höfðu unnið metnaðarfull verkefni og myndir sem prýddu safnið auk þess sem boðið var upp á ljósmyndasýningar Hjálmars R. Bárðarsonar, Kristins Benediktssonar og Sigurgeirs Jónassonar. Úrklippubækur og skráningarblöð fyrir þá sem eiga eftir að segja sögu sína liggja frammi. Fyrir hádegi 23. janúar höfðu nær 300 krakkar heimsótt safnið en opinber móttaka og opnun sýninga var kl. 17.
Sýningar í Sagnheimum verða áfram og vonandi fram yfir goslok en sýningar í Einarsstofu, þ.e. myndir Hjálmars og Kristins verða bara fram í byrjun febrúar.
Hefðbundinn vetraropnunartími er nú í Sagnheimum, þ.e. opið á laugardögum kl. 13-16. Þeim sem óska eftir að koma utan þess tíma er bent á að hafa samband við safnstjóra í síma 488 2045 eða 698 2412.