Fjallkona Eyjamanna flytur boðskap sinn á Hraunbúðum kl. 10:30 og á Stakkagerðistúni kl. 14. Hún klæðist skautbúningi Ásdísar Gísladóttur Johnsen. Munstur kyrtilsins er teiknað af Ríkarði Jónssyni og saumað með gullþræði.
Árið 2012 var Kristín Sjöfn Ómarsdóttir fjallkona Eyjamanna og má hér sjá mynd af henni við hlið málverks af Ásdísi Johnsen og skarta þær báðar sama búningi sem nú er í vörslu Sagnheima, byggðasafn.
Fjallkona Eyjamanna árið 2013 er Sunna Guðlaugsdóttir.
Fjallkonan er kvengervingur Íslands og er fyrst nefnd í kvæði Bjarna Thorarensen, Eldgamla ísafold. Kona í gervi fjallkonunnar kom fyrst fram á íslendingadeginum í Winnipeg í Kanada 1924. Eftir lýðveldisstofnun á íslandi 1944 hefur konan í skautbúningi jafnan flutt fjallkonuljóð á 17. júní við hátíðahöldin í Reykjavík og víðar á landinu.