Myndasýning og blaðaúrklippur sem voru á vegg í Pálsstofu og sagði frá Eldeyjarför vaskra Eyjamanna 1971 og 1982 hefur nú verið tekin niður. Sýningin var hluti af dagskrá sem flutt var um safnahelgina í nóvember.
Undirbúningur er hafinn af nýrri sýningu á veggnum sem byggir á dýrgripum úr geymslu í kjallara. Einnig hefur safninu borist ómetanlegir dýrgripir frá Danmörku sem tengjast Vestmannaeyjum og er nú verið að undirbúa til sýningar. Báðar þessar sýningar verða kynntar betur þegar nær dregur.