Þrettándagleði Safnahúss verður haldin laugardaginn 10. janúar.
Dagskrá:
13:00 Einarsstofa. Opnun myndlistarsýningar á verkum Jóhönnu Erlendsdóttur, móður Guðna Hermansen. Barnabörn Jóhönnu fjalla stuttlega um þessa gleymsdu listaperlu Eyjanna.
13:30 Sagnheimar-bryggjan. Georg víkingur veitir verðlaun í myndakeppni Sagnheima um Vilborgu og hrafninn og segir frá lífi víkinga. Þorir þú í sjómann við alvöru víking? Dagskráin er styrkt af Menningarráði Suðurlands.
14:00 Sagnheimar-bryggjan. Kolbrún Harpa Kolbeinsdóttir kynnir og les upp úr nýrri sögu sinni, Silfurskrínið, fyrir börn á öllum aldri.