Í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar og kjörgengis íslenskra kvenna er ný sýning í skápum Einarsstofu Safnahúss: Úr fórum kvenna. Með þessari sýningu, sem er samstarfsverkefni safna Safnahúss, viljum við hvetja fólk til að muna eftir söfnunum – ekki síst þegar dagbækur, skjöl, myndir og munir koma úr fórum kvenna. Munir/skjöl sem ef til vill láta lítið yfir sér við fyrstu sýn geta geymt ómetanlegar heimildir.
Sýningin er opin á opnunartíma Safnahúss. Allir hjartanlega velkomnir!