Sú hefð að fjallkona flytji landsmönnum hátíðarljóð á 17. júní hefur tíðkast hér á landi frá árinu 1947. Að vanda mun fulltrúi Sagnheima, byggðasafns sjá um að skrýða fjallkonu okkar Eyjamanna. Fjallkona okkar í ár er Sigríður Lára Garðarsdóttir og flytur hún ávarp sitt í Hraunbúðum kl. 10:30 og á Stakkagerðistúni kl. 14.
Hér til hliðar má sjá fjallkonu Eyjamanna 2014, Sóleyju Guðmundsdóttur, ásamt foreldrum sínum, Guðmundi Gíslasyni og Guðnýju Jensdóttur. Myndin var tekin 17. júní 2014 á bryggjusvæði Sagnheima.