Vissir þú að 263 íbúar með lögheimili í Eyjum hafa erlent ríkisfang? Alls koma þeir frá 31 landi, flestir frá Póllandi eða 143, 12 koma frá Portúgal, 11 frá Danmörku, 11 frá Bretlandi og síðan færri frá öðrum löndum.
Laugardaginn 7. nóv. kl. 14 verður dagskrá í Sagnheimum, byggðasafni, sem kallast: Landið mitt – ljóðið mitt. Þar munu sjö Eyjakonur kynna rætur sínar í erlendri mold og flytja ljóð á móðurmáli sínu.
Eyjakonurnar eru:
Anna Fedorowicz – Pólland
Dagný Pétursdóttir – Thailand
Evelyn Consuelo Bryner – Sviss
Jackie Cardoso – Brasilía
Kateryna Sigmundsson – Úkraína
Sarah Hamilton – England
Tina Merete Henriksen – Danmörk
Dagskráin er hluti af safnahelginni. sjá nánar í auglýsingum.