Að vanda mun Sögusetur 1627 minnast Tyrkjaránsins í júlímánuði en nú eru liðin 386 frá þessum hörmulegu atburðum. í ár er boðið upp á Sögu og súpu í Sagnheimum 18. júlí kl. 12. Gunnhildur Hrólfsdóttir sagnfræðingur flytur erindi um bók sína Ránið sem er skáldsaga fyrir börn, sem byggist á Tyrkjaráninu 1627. Gunnhildur á jafnframt tilbúið framhald bókarinnar sem hún mun kynna.
Dagskráin hefst stundvíslega kl. 12 með súpu og brauði og verður lokið kl. 13.
Allir hjartanlega velkomnir.
Dagskráin er styrkt af Menningarráði Suðurlands og Sögusetri 1627.