Fréttir

02.06.2018

418

Fólk á flótta - sýning fjögurra skóla í Einarsstofu

Líf og fjör er búið að vera í Sagnheimum og Safnahúsi alla vikuna. Nemendur frá GRV og skólum frá Rúmeníu, Svíþjóð og Póllandi hafa í vetur unnið að sameiginlegu verkefni á vegum ERASMUS+ um útlendingafóbíu og fordóma. Á miðvikudaginn sögðu nemendur frá verkefnum sínum í Einarsstofu og einnig var opnuð sýning þeirra þar sem þau sýna hvað þau telja að þau tækju með sér í litlum bakpoka ef að þau þyrftu skyndilega að flýja heimkynni sín. Á sýningunni má einnig sjá plaköt sem þau unnu þar sem þau vekja athygli á að í raun erum við öll fyrst og fremst heimsborgarar. Nemendur GRV gerði myndband um innflytjendur á Íslandi í gegnum tíðina og reyndu að setja sig í spor þeirra. Sýningin verður opin fram yfir sjómannahelgina og er fólk hvatt til að koma og skoða verk þessa flotta unga fólks.


Til baka