Fréttir

17.04.2018

416

Í bjarma sjálfstæðis - styrkur til menningarverkefnis

Nú í byrjun apríl hlutu Sagnheimar menningarstyrk frá Uppbyggingarsjóði Suðurlands fyrir verkefnið Í bjarma sjálfstæðis. Afraksturinn kemur í ljós í október en þá mun m.a. vera fjallað um frostaveturinn mikla 1918 í Vestmannaeyjum og einnig spænsku veikina sem varð mörgum Eyjamönnum sem og öðrum landsmönnum að fjörtjóni. Einnig verður fjallað um Kötlugosið 1918 og m.a. sýndar einstakar ljósmyndir Kjartans Guðmundssonar af gosinu. Styrkur sem þessi gerir okkur mögulegt að halda áfram með metnaðarfull og spennandi verkefni. Takk fyrir okkur.


Til baka