Fréttir

15.02.2017

394

Sagnheimar á þorranum

Safnfræðsla til nemenda á öllum skólastigum er mikilvægur hluti í starfi Sagnheima. Þorrinn er tilvalinn til að fræðast um hvernig lífið var í gamla daga fyrir daga hamborgara og pizzu og þegar ekki var hægt að hlaupa út í búð eftir öllu sem hugurinn girntist. Fræðsla til yngstu barnanna er ekki síður mikilvæg - en stundum getur leiðin verið löng fyrir stutta fætur. Á mánudaginn pakkaði því safnstjóri niður nokkrum safnmunum og heimsótti bæði Kirkjugerði og Víkina og ræddi við börnin. Komu þar ýmsir við sögu, m.a.s. Grettir og Þyrnirós! https://www.facebook.com/sagnheimar/


Til baka