Fréttir

03.01.2017

392

Jólaratleikur í Sagnheimum 7. janúar 2017, kl. 13-16.

Við byrjum nýtt ár á því að hjálpa Grýlu með óþekktarormana sína, jólasveinana. Þeir fengu að gista á safninu okkar í vonda veðrinu og dreifðu eigum sínum hreint um allt. Þegar Grýla og Leppalúði ræstu þá til að halda aftur til fjalla, hentust þeir af stað og gleymdu náttúrlega helmingnum! Getið þið komið krakkar og hjálpað okkur að finna dótið þeirra, svo að þeir geti nú tekið allt með sér?

Opið laugardaginn 7. janúar kl. 13-16. Frítt fyrir fullorðna í fylgd með börnum!


Til baka