Fréttir

22.09.2016

383

Vitafélagið-íslensk strandmenning í Sagnheimum, sunnud. 2. október kl. 13:30

Vitafélagið- íslensk strandmenning og Sagnheimar, byggðasafn:

- Strandmenning, auður og ógnir -

Sunnudaginn 2. október kl. 13:30:

Auður við íslenska strönd. Kristján Sveinsson sagnfræðingur kynnir starf Vitafélagsins-íslenskrar strandmenningar.

Nordisk kunstkultur og nýsköpun í vitum: Sigurbjörg Árnadóttir, formaður Vitafélagsins segir frá samstarfi norrænu strandmenningarfélaganna og nýsköpun í vitum.

Hraunið tamið: Frá Axlarsteini til Urðarvita. Gísli Pálsson mannfræðingur fjallar um ógnir hraunsins sem rann á Heimaey árið 1973, björgun hafnar og byggðar og aðlögun Eyjamanna eftir gos.

Virkjum Golfstrauminn! Ívar Atlason forstöðumaður HS Veitna segir frá nýjum kafla í sögu upphitunar á húsum í Eyjum þar sem varminn (-sólarorkan-) sem er geymd í sjónum umhverfis Eyjar er notaður til upphitunar húsa.

STRANDAR-AUÐUR, vannýttur fjársjóður fyrir hönnuði. Emilía Borgþórsdóttir hönnuður. Ströndin og hafið er takmörkuð auðlind sem við þurfum að ganga vel um. Það eru mörg tækifæri fyrir hönnuði að nálgast þessa auðlind á ólíkan máta.

Að lokinni dagskrá mun Arnar Sigurmundsson framkvæmdastjóri leiða sögugöngu um hafnarsvæðið frá Edinborgarbryggju og vestur fyrir gömlu slippana.

Sýningar í Safnahúsi Vestmannaeyja sem tengjast vitum og strandmenningu.

Dagskráin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurlands.

Myndina tók Sigurgeir Jónasson í Geirfuglaskeri 1968.


Til baka