Fréttir

07.09.2016

382

Strandmenning - sýning í Einarsstofu - 2. október

Sunnudaginn 2. október verður áhugavert málþing í Sagnheimum, samstarfsverkefni Íslenska vitafélagsins og Sagnheima.

Af því tilefni ætlum við að setja upp sýningu í Einarsstofu með gripum sem tengja má lífi okkar og störfum við sjávarströndina. Átt þú myndir, eitthvað úr rekavið, fiskibeinum, roði eða eitthverju allt öðru sem að þú ert reiðubúinn að leyfa fleirum að njóta á þessari sýningu?

Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband sem fyrst við Helgu í Sagnheimum, s.: 698 2412, Perlu eða Kára í Safnahúsi eða Kristínu Garðarsdóttur í síma 698 2045.

Hér á myndinni má sjá skemmtilega fiskitrommu, gerða á frystitogara úr roði hlýra og blágómu og hólki úr bindigarni. Tromma þessi gegndi líka hlutverki loftvogar, því hæðir og lægðir höfðu áhrif á þenslu roðsins og þar með hljóð trommunar. Lúrir þú á eitthverju svona skemmtilegu?


Til baka