Fréttir

13.07.2016

379

Tyrkjaránsdagur á Skansinum, 17. júlí kl. 14

Á hinum árlega Tyrkjaránsdegi, sunnudaginn17. júlí, verður þess minnst á Skansinum að nú eru liðin rétt 389 ár frá einum hroðalegasta atburði sögu Vestmannaeyja er sjóræningjar fluttu 242 karla, konur og börn frá Eyjum sem þræla til Alsír. Níu árum síðar voru keyptir út 35 þrælar í Alsír og komu 27 þeirra aftur til Íslands.

Skansinn, kl. 14:

Virkið í Vestmannaeyjum: Birgir Loftsson sagnfræðingur og kennari, höfundur bókarinnar Hernaðarsaga Íslands, flytur stutt erindi um hernaðaruppbyggingu Vestmannaeyja með sérstaka áherslu á Skansinn.

Að því loknu verður skotið úr fallbyssunni.

Allir hjartanlega velkomnir!

Sögusetur 1627

Teikningin sem fylgir fréttinni er gerð af Jakobi S. Erlingssyni og er hluti af Tyrkjaránssýningu Sagnheima.


Til baka