Fréttir

01.03.2016

369

Saga og súpa í Sagnheimum 3. mars kl. 12

Nú á fimmtudaginn, 3. mars, kl. 12 mun Eyjapeyinn Kristinn R. Ólafsson segja í máli og myndum frá frækilegri för hans og fjögurra félaga umhverfis Ísland sumarið 1972 á gúmmítuðrum. Erindið er hluti af fyrirlestrarröð Sagnheima, sem við köllum Sögu og súpu og er styrkt af SASS.  Allir hjartanlega velkomnir!

Á myndinni má sjá ferðafélagana, frá vinstri: Torfi Haraldsson, Guðjón Jónsson, Óli Kristinn Tryggvason, Marinó Sigursteinsson og Kristinn R. Ólafsson


Til baka