Fréttir

27.08.2012

114

Snillingar á ferð - bók Þórðar í Skógum til sölu í Safnahúsi

Málþingið í gær var einstaklega vel heppnað enda miklir höfðingjar og snillingar þar á ferð, Atli Ásmundsson aðalræðismaður í Kanada, Böðvar Guðmundsson rithöfundur, Þórður Tómasson í Skógum fræðimaður og Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Þórður í Skógum sem kynnti nýútgefna bók sína, Liðna Landeyinga og er hún seld á Bókasafninu og í Sagnheimum, byggðasafni og kostar aðeins 1.900 kr.
Á myndinni má sjá Helgu, Atla, Össur, Böðvar, Þórð, Kára og Gunnlaug Grettisson.

Til baka