Fréttir

17. júní í Sagnheimum, byggðasafni

16.06.2014

Sagnheimar fagna 70 ára afmæli lýðveldisins á 17. júní á hefðbundinn hátt.  

Fjallkonan Sóley Guðmundsdóttir flytur hátíðarljóð á Hraunbúðum kl. 10:30 og á Stakkagerðistúni  á eftir hátíðarræðunni kl. 14.

Í Einarsstofu er farandsýningin Fiskimjöls- og lýsisiðnaður í 100 ár og fer nú hver að vera síðastur að skoða þessa merku sýningu. 

Vekjum einnig sérstaka athygli á að enn er hægt að sjá íslenska búninga úr eigu safnsins í Sagnheimum.

Opið verður í Sagnheimum kl. 11-17 og frítt er inn á safnið í tilefni dagsins.

Allir hjartanlega velkomnir.

Gleðilega hátíð!

Gersemar í kjallara Sagnheima, byggðasafns

06.06.2014

Stundum getur maður ekki annað en gripið andann á lofti þegar saga hluta í geymslu koma í ljós, hluta sem í jafnvel í fyrstu virðast hversdagslegir. Þessum 16 cm blýanti fylgir eftirfarandi saga: Tréblýant þennan átti Matthías ,,snikkari" Markússon í Landlyst. Hann var kvæntur Solveigu ljósmóður Pálsdóttur prests á Kirkjubæ. Þessi hjón byggðu annan helming Landlystar árið 1847 og árið eftir hinn helminging hússins, þar sem danska konungsvaldið stofnaði ,,Stiftelsið", fæðingardeildina frægu, til þess að láta þar rannsaka orsök ginklofans, barnasjúkdómsins banvæna. Ragnar Ásgeirsson (Ásgeirssonar) barnabarn hjónanna færði safninu blýantinn. Þessi litli blýantur er dæmi um hvernig lítill hlutur getað túlkað stórkostlega sögu!
 

Nýr starfsmaður boðinn velkominn í Sagnheima, byggðasafn

05.06.2014

Sagnheimar hafa bætt við nýjum starfsmanni yfir sumarið, Sóley Dögg Guðbjörnsdóttur. Sóley er Eyjakona en fluttist upp á Akranes eftir Framhaldsskólaárin. Hún er nú komin aftur á heimahaga og ætlar að vera í eyjum í sumar. Sóley er með BA gráðu í listfræði og MA gráðu í hagnýtri menningarmiðlun sem nýtist henni vel hér í starfi á safninu. 

Við hlökkum til að starfa með Sóleyju og bjóðum hana hjartanlega velkomna!

Sjómannadagurinn í Sagnheimum og Einarsstofu

30.05.2014

Ási í Bæ og sjómennskan í Sagnheimum, byggðasafni, sjómannadaginn 1. júní kl. 16 - eða um leið og dagskrá á Stakkó lýkur!

Sigurgeir Jónsson kennari segir sögur af Ása í Bæ og Leikhúsbandið flytur nokkur ástæl sjómannalög Ása.

Minnum einnig á farandsýningu Síldarminjasafnsins í Einarsstofu: Fiskimjöls- og lýsisiðnaður í 100 ár.

ningin er opin á opnunartímum Safnahúss til 25. júní.

Safnahúsið óskar sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn.

Allir hjartanlega velkomnir.

Saga fiskimjölsverksmiðja í 100 ár - nú í Eyjum!

27.05.2014

Á uppstigningardag, fimmtudaginn 29. maí kl. 13 opnar í Einarstofu Safnahúss farandsýning Síldarminjasafnsins í Siglufirði.  Af því tilefni fjallar Arnar Sigurmundsson formaður Samtaka fiskvinnslustöðva í stuttu máli um sögu og mikilvægi fiskimjölsverksmiðjanna í atvinnulífi Eyjamanna í heila öld.  Sýningin verður síðan opin á opnunartímum Safnahúss til 25. júní. Allir hjartanlega velkomnir.

Vorvertíð hefst í Sagnheimum, byggðasafni

12.05.2014

Frábærri þjóðbúningahelgi með Hildi og Ásmundi í Annríki er nú lokið. Dásamlegt var að sjá útskriftarnema í þjóðbúningasaum og suma safngesti skarta búningum sínum. Gerist ekkert flottara! Dregnir voru fram dýrgripir úr eigu safnsins og sýndir að þessu tilefni. Þar sem Annríki ákvað að lána okkur þrjár gínur getum við áfram fyrst um sinn sýnt þrjá búninga úr eigu safnsins á gínunum auk þess sem sýnt er í skápum, allt algjörir dýrgripir. Við inngang sýningarsvæðis trónir síðan Gísli J. Johnsen í konsúlsbúningi sínum.

Vorvertíð er nú hafin í Sagnheimum, byggðasafni. Safnið er opið daglega kl. 11-17. Mynd Heiðars Marteinssonar Gosið og uppbyggingin er sýnd kl. 13 (enska) og kl 14 (þýska).

Sagnheimar á lokadaginn 11. maí kl. 14

05.05.2014

Dagskrá:

  • Útskrift nemenda Visku og Annríkis í þjóðbúningasaum. Nemendur skarta búningum sínum.
  • Sýndir verða búningar úr eigu Annríkis og Sagnheima.
  • Íslenskir þjóðbúningar kynntir.

Dagskráin er öllum opin og eru gestir hvattir til að fjölmenna og skarta þjóðbúningum sínum, íslenskum og erlendum.

Á laugardaginn 10. maí verða Guðrún Hildur og Ásmundur frá Annríki í Sagnheimum kl. 13-15. Á þeim tíma geta bæjarbúar komið með gömul klæði og búninga úr kistum sínum og fengið leiðbeiningar.

Allir hjartanlega velkomnir

Stjörnufundir í Safnahúsinu, þriðjudaginn 6. maí

04.05.2014

Aðalfundur Stjörnufræðifélags Vestmananeyja verður haldinn í Safnahúsinu n.k. þriðjudag kl. 19:15. Félagar hvattir til að mæta!

Sama dag kl. 20:00 verður síðan gestafyrirlestur Sævars Helga Bragason um geimflaugar, stjörnustöðina á Hótel Rangá og fleira.  Dótakassi félagsins verður einnig kynntur en hann innheldur m.a. líkan af tunglinu, mars, loftsteina og fleira, sem keypt var fyrir styrk sem Sparisjóður Vestmananeyja veitti félaginu fyrir jól.  Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti!

Dánardagur Ása í Bæ - frábær dagskrá í RÚV

01.05.2014

Ási í Bæ hefði orðið 100 ára 27. febrúar sl. og hefur þess víða verið minnst. Sighvatur Jónsson var með frábæran þátt í RÚV í dag en 1. maí var einmitt dánardagur Ása. Í dagskrá Sighvatar má m.a. heyra brot úr dagskrá sem haldin var á afmælisdaginn í Safnahúsinu, svo og frá tónleikunum í Hörpu.

Hér má heyra þátt Sighvats:

http://www.ruv.is/sarpurinn/eg-thrai-heimaslod/01052014-0

 

Sagnheimar fagna sumarkomu

23.04.2014

Á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 24. apríl,  verður opið í Sagnheimum, byggðasafni frá kl. 13-16.

Við sýnum mynd Heiðars Marteinssonar Gosið og uppbyggingin í Vestmannaeyjum kl. 13 og 14 og lundamynd Páls Steingrímssonar Litli bróðir í norðri kl. 15.

Sagnheimar um páska 2014

15.04.2014

Opið verður í Sagnheimum, byggðasafni á skírdag og laugardag fyrr páska kl. 13-16.

Báða dagana verður sýnd mynd Heiðars Marteinssonar Gosið og uppbyggingin í Eyjum kl. 13 (enska) og 14 (þýska). Myndin verður einnig sýnd aukalega með íslensku tali ef þess verður óskað.

Einarsstofa verður einnig opin á sama tíma, þ.e. skírdag og laugardag fyrir páska kl. 13-16. Þar er nú einstök sýning Kristleifs Magnússonar og fer hver að verða síðastur að sjá hana.

 

Sagnheimar - 53 ár frá komu Lóðsins til Eyja

04.04.2014

Í dag eru liðin 53 ár frá komu Lóðsins til Eyja sem átti síðan eftir að þjóna okkur dyggilega í um 40 ár. Í tilefni þessara tímamóta færði Ágúst Bergsson fyrrum skipstjóri Sagnheimum, byggðasafni skipsklukku Lóðsins til varðveislu. Einnig fylgdi með hamar sem notaður var við splæsingar. Safnið færir Ágústi bestu þakkir fyrir hugulsemina og verður mununum komið fyrir á bryggjusvæði safnsins.

Sjá meira um Lóðsinn með því að smella á fyrirsögn fréttar.

Leyndardómar: Saga og súpa í Sagnheimum 3. apríl kl. 12

01.04.2014

Við höldum áfram að afhjúpa leyndardómana, innan og utan Safnahúss. Eigum nóg uppi í erminni enn!

Dagskrá Sagnheima og Safnahúss, fimmtudaginn 3. apríl:

kl. 12. Saga og súpa í Sagnheimum.  Ásmundur Friðriksson alþingismaður ræðir um ferðamennsku og hvernig oft má á einfaldan og skemmtilegan hátt nýta þau tækifæri og möguleika sem felast í sögu og menningu Eyjanna.

Kl. 13-16: Ljósmyndadagur í Ingólfsstofu. Ljósmyndir þekktra sem óþekktra ljósmyndara á síðustu öld varpað á vegg.

Kl. 16: Opnun sýningar Kristleifs Magússonar í Einarsstofu. Sýningin er liður í átaki Listvina Safnahúss við að draga fram Vestmananeyinga sem eru þekktir í sögu Eyjanna fyrir allt annað en listsköpun. Sýningin er unnin í sstafi við fjölskyldu Kristleifs.

Allir hjartanlega velkomnir!

Dagskráin er styrkt af Menningarráði Suðurlands.
 

,,Staðlausir stafir" í Sagnheimum, byggðasafni

29.03.2014

Í dag var sýningin ,,Staðlausir stafir" opnuð í Sagnheimum, byggðasafni. Sýningin samanstendur af níu göngustöfum, sem venjulega eru geymdir í geymslum safnsins, þ.e. eiga sér engan fastan stað í sýningum og má því segja að séu staðlausir. Stafirnir koma úr eigu átta karla og einnar konu. Allir voru þessir einstaklingar mikilvægir í samfélaginu í síðustu öld, áttu sínar vonir og drauma og er stiklað á stóru í lífslaupi þeirra í sýningunni. Sýningin er opin á opnunartímum Sagnheima, byggðasafns og stendur fram eftir ári.

Stafirnir tilheyrðu:

1. Bjarni Þorsteinsson (1841-1930)

2. Halldór Brynjólfsson (1873-1948)

3. Gísli J. Johnsen (1881-1965)

4. Árni Filippusson (1856-1932)

5. Ingmundur Jónsson (1829-1912)

6. Páll Bjarnason (1884-1938)

7. Sveinn Jónsson (1862-1947)

8. Jóhanna Gunnsteinsdóttir (1841-1923)

9. Guðjón Jónsson (1882-1963).

 

Leyndardómar Safnahúss Vestmannaeyja kynntir

27.03.2014

Sunnlensk söfn og fyrirtæki kynna nú ýmsar gersemar sem leynast í fjórðungnum. Nú um helgina eru eftirfarandi viðburðir í eða í samstarfi við Safnahús:

Vöruhúsið, föstud. 28. mars kl. 17: Vöruhús minninganna. Opnun sýningar úr ljósmyndsafni Vestmannaeyja. Samstarfsverkefni Vöruhúss og Safnahúss kynnt.

Einarsstofa, laugard. 29. mars kl. 13: Gleymdir kvikmyndabútar úr fórum Sigurgeirs Jónassonar ljósmyndara frá um 1968.

Sagnheimar, byggðasafn, laugard. 29. mars kl. 14: Sýningin ,,Staðlausir stafir" opnuð. Um er að ræða sýningu á samstæðum dýrgripum úr geymslu Sagnheima, þar sem hver gripur segir sína sögu.

Kynntir verða ómetanlegir munir úr eigu Júlíönu Sveinsdóttur, sem safninu bárust fyrir skömmu frá Danmörku.

Niðurstöður rannsókna á skipsklukkunni sem skipverjar á Þórunni Sveinsdóttur VE færðu safninu í desember kynntar.

Allir hjartanlega velkomnir!

Sagnheimar og Annríki, þjóðbúningar og skart

11.03.2014

Guðrún Hildur Rosenkjær hjá Annríki hefur verið með námskeið hér í Eyjum undanfarnar vikur í í þjóðbúningasaum.  Hún leit við í geymslum Sagnheima um helgina og sá þar margan dýrgripinn. Stefnt er að því að draga þennan fjársjóð fram í dagsljósið í samvinnu við Guðrúnu Hildi í maímánuði og þá jafnvel í samfloti við útskrift nemenda hennar hér.   Nánar auglýst síðar.

Leyndardómar Suðurlands - Safnahús Vestmannaeyja

06.03.2014

Dagana 28. mars - 6. apríl standa ýmis söfn, fyrirtæki og stofnanir á Suðurlandi fyrir kynningarátaki á margvíslegum forvitnilegum gersemum sem leynast á Suðurlandi.

Safnahúsið tekur virkan þátt í átakinu og dregur ýmislegt forvitnilegt fram í dagsljósið. 

Föstudaginn 28. mars kl. 17 opnar sýningin Vöruhús minninganna í Vöruhúsinu, Skólavegi 1. Við opnun verður kynnt nýtt samstarfsverkefni Vöruhúss og Safnahúss.

Laugardaginn 29. mars kl. 13 í Einarsstofu: Sýndur kvikmyndabútur frá seinustu öld, sem nýverið fannst og ekki hefur verið sýndur áður.  Sama dag kl. 14 opnar sýningin Staðlausir stafir í Sagnheimum. Um er að ræða sýningu á samstæðum dýrgripum úr geymslu Sagnheima sem hver segir sína sögu. Einnig verða sýndir dýrgripir úr eigu Júlíönu Sveinsdóttur sem safninu bárust fyrir skömmu frá Danmörku. Niðurstöður rannsókna á skipsklukkunni sem skipverjar á Þórunni Sveinsdóttur VE færðu safninu í desember verða kynntar.

Fimmtudaginn 3. apríl kl. 12: Saga og súpa í Sagnheimum. Ásmundur Friðriksson alþingismaður fjallar um hina ýmsa leyndardóma Suðurlands. Sama dag kl. 13-16 er síðan ljósmyndadagur í Ingólfsstofu, þar sem ljósmyndir þekktra sem óþekktra ljósmyndara á síðustu öld verður varpað á vegg.

Viðburðir verða auglýstir betur þegar nær dregur.

 


 

Ási í Bæ og Safnahús Vestmannaeyja

28.02.2014

Frábær þátttaka og stemming var í Einarsstofu í gær er 100 ára afmælis Ása í Bæ var minnst. Dagskránni lauk með því að Gunnlaugur Ástgeirsson söng Undrahattinn við undirspil Eyvindar og Molanna og tóku gestir vel undir. Sýningin Ólíkar ásjónur Ása í 100 ár stendur áfram í Einarsstofu fram í miðjan mars á opnunartímum Safnahúss. Minnum einnig á að í Sagnheimum, byggðasafni má hlusta á Ása syngja lag sitt og ljóð Í verum. Einnig eru þar skipslíkön föður hans hins þekkta bátasmiðs Ólafs Ástgeirssonar í Litlabæ. Safnið er nú opið á laugardögum kl. 13 - 16. og eftir samkomulagi.

Á myndinni má sjá Kristínu Jóhannsdóttur menningarfulltrúa færa Gunnlaugi gamla lærimeistara sínum blómvönd í tilefni dagsins.

Ólíkar ásjónur Ása í Bæ í Safnahúsi Vestmannaeyja

25.02.2014

Á fæðingardegi Ása í Bæ, 27. febrúar, kl. 17,  bjóðum við upp á dagskrá í Einarsstofu þar sem áherslan er lögð á rithöfundinn Ása.

Gunnlaugur Ástgeirsson fjallar um föður sinn, rithöfundinn Ása, og Kári Gunnlaugsson og Ástgeir Ólafsson lesa valda kafla úr bókum afa síns.

Eyvindur Ingi Steinarsson og Molarnir flytja nokkrar af ógleymanlegum perlum Ása.

Á sama tíma opnum við sýninguna Ólíkar ásjónur Ása, þar sem málverk, teikningar og ljósmyndir af honum eru dregnar fram auk allra bóka hans.

Kaffi og konfekt.

Allir hjartanlega velkomnir.

Dagskráin er styrkt af Menningarsjóði Sparisjóðsins.

Baðstofuhorn og biblíur á sýningu aðventista í Höllinni

09.02.2014

Aðventistar minnast þess að nú eru liðin 90 ár frá stofnun safnaðarins í Eyjum. Sett hefur verið upp myndarleg sýning í Höllinni sem opin er kl. 10-22 til 16. febrúar auk þess sem boðið er upp á erindi og tónlist, sjá nánar á b3d.adventistar.is.
Safnahús hefur ásamt fleirum lánað muni til sýningarinnar. Má þar sjá merkar biblíur úr safni Bókasafns og Sagnheimar, byggðasafn á muni í baðstofuhorni.
Hér á myndinni má sjá Hrönn Þórðardóttur sitja í peysufötum Ingu móður sinnar í baðstofuhorninu.