Fréttir

Saga og súpa í Sagnheimum, byggðasafni - 11. nóv. kl. 12

10.11.2014

Á morgun, þriðjudag, blásum við enn til Sögu og súpu í Sagnheimum. Þá mun Steve Leifson, bæjarstjóri í Spanish Fork ræða um þessa elstu Íslendinganýlendu í heimi utan Íslands en hann er afkomandi Hjálmfríðar Hjálmarsdóttur í Kastala. Erindið er um 30 mínútur og er flutt á ensku. Allir hjartanlega velkomnir.

Dagskráin er styrkt af Menningarráði Suðurlands.

Safnahelgin - Margt býr í myrkrinu

31.10.2014

Safnahelgin heldur áfram. Einn viðburður var ekki auglýstur með öðrum dagskrárliðum - enda var um tíma tvísýnt að næðist að klára tæknileg atriði.  Viðburðinn köllum við Fjársjóð minninganna og er samstarf Sagnheima, Sæheima og Ljósmyndasafns Vestmannaeyja með styrk frá Menningarráði Suðurlands.  Fjársjóðir þessir birtast eftir að dimma tekur frá föstudegi til sunnudags og nú er bara að fara út að leita! Vísbending: Fjársjóðurinn er á tveimur stöðum og finnst ekki ef bara er horft niður fyrir tærnar!

Safnahelgin í Safnahúsi Vestmannaeyja 30.10.-2.11. 2014

30.10.2014

Dagskráin í Safnahúsi um helgina er sem hér segir:

Fimmtudagur 30. október: Ingólfsstofa kl. 14-16. Ljósmyndasýning Gísla Friðriks Johnsen (1906-2000).

Laugardagur 1. nóvember: Einarsstofa kl. 11.

Illugi Jökulsson rithöfundur kynnir og les upp úr knattspyrnubókum sínum.

Einarsstofa kl. 13.

Gísli Pálsson les úr bók sinni Hans Jónatan, maðurinn sem stal sjálfum sér og Illugi Jökulsson les úr framhaldi sínu af bókinni Háski í hafi.

Í beinu framhaldi:

Konur í þátíð. Opnun skissusýningar Gíslínu Daggar Bjarkadóttur bæjarlistamanns Vestmannaeyja til kynningar á stærri sýningu sem haldin verður í vor. Efnið er sótt til skáldverksins Karitas án titils eftir Kristínu Marju Baldursdóttur.

Sagnheimar, byggðasafn kl. 15:

Herjólfsdalur – hvað leynist undir sverðinum? Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur kynnir niðurstöður rannsókna sem hann og Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur gerðu með jarðsjá í Herjólfsdal í sumar.  Sýndir verða valdir gripir frá Þjóðminjasafni úr uppgreftri Margrétar Hermanns- Auðardóttur (1971-1980) aðeins þennan dag.

Bókasafnið opið kl. 11-17 og Sagnheimar kl. 13-17.

Sunnudagur 2. nóvember: Sagnheimar kl. 14

Fríða Sigurðardóttir segir söguna um Vilborgu og hrafninn í Herjólfsdal, ratleikur á safninu og teiknimyndasamkeppni kynnt.   

Sagnheimar opnir kl. 13-16.

Allir hjartanlega velkomnir!

 

Safnahelgin 30.10.-2.11. 2014

27.10.2014

Undirbúningur safnahelgarinnar er í fullum gangi og enn er verið að vinna í hugmyndum sem við vonum að hægt verði að bjóða upp á um helgina.  Við munum kynna viðburði Safnahúss sérstaklega - bæði hér og á fésbókarsíðu Sagnheima.

Sagnheimar verða opnir þessa daga kl. 13-16 - eða á meðan á viðburðum stendur.

Smellið á fyrirsögn fréttar til að sjá alla dagskrá safnahelgar, innanhúss og utan, sem nú þegar hefur verið ákveðin:

Spítalasaga í Sagnheimum, byggðasafni - 19.10. 2014 kl. 13:30-15:30

15.10.2014

Sunnudaginn 19. október kl. 13:30 verður í Sagnheimum haldið málþingið: Spítalasaga.  

Stiklað verður um sögu heilbrigðisþjónustu í Vestmannaeyjum frá Landlyst til okkar daga með sérstakri áherslu á líf og störf læknanna Halldórs Gunnlaugssonar og Einars Guttormssonar.

Dagskrá:

Hjörtur Kristjánsson læknir: Frá Landlyst til Sólhlíðar.

Halldór G. Axelsson þróunarstjóri: Halldór Gunnlaugsson læknir, Kirkjuhvoli

Fríða Einarsdóttir ljósmóðir: Faðir minn, Einar Gutt. læknir.

Sólveig Bára Guðnadóttir hjúkrunarfræðingur leiðir skoðunarferð í Sjúkrahús Vestmannaeyja 1928-1973, nú Ráðhús bæjarins.

Kaffi og spjall í Landlyst í ferðalok.

Allir hjartanlega velkomnir!

Sagnheimar í október

04.10.2014

Undirbúningur vetrarstarfsins í Sagnheimum er kominn vel á veg. Fyrsti viðburðurinn á safninu verður sunnudaginn 19. október. Vinnuheitið er Brot úr sögu spítala og lækna í Eyjum. Flest þekkjum við Landlyst og gamla spítalann en vitið þið hvar franski spítalinn var? Eða að til eru stórmerkilegar teikningar af spítala sem átti að reisa á Skansinum fyrir um 100 árum? Við munum einnig minnast Halldórs Gunnlaugssonar læknis sérstaklega sem fórst ásamt fleirum við Eiðið árið 1924 og Einars Guttormssonar læknis sem settur var sjúkrahúslæknir hér 1934 og þjónaði okkur í um 40 ár. Verkefni sem unnið er í samstarfi við fjölskyldur beggja. Saga og súpa verður áfram á dagskrá hjá okkur og verður auglýst sérstaklega hverju sinni.

Sagnheimar, byggðasafn verður í október opið mánudaga - laugardaga kl. 13-16, lokað á sunnudögum.  Skólar og hópar geta ávallt haft samband við safnstjóra um opnun safnsins á öðrum tímum. 

Hér að ofan má sjá mynd af franska spítalanum úr eigu Ljósmyndasafns Vestmannaeyja.

Sagnheimar - og Hótel Berg

27.09.2014

Nú í vikunni kom Páll Helgason ferðafrömuður með merka hluti tengda Hótel Berg til varðveislu í Sagnheimum, byggðasafni.  Um er að ræða ljósmynd af Hóteli Berg frá um 1915 og forláta postulínskanna merkt Hótel Berg. Hlutir þessir berast safninu frá Sigurði Karlssyni hönnuði og Hanný Ingu Karlsdóttur til minningar um móður þeirra Sigurbjörgu Ingimundardóttur ekkju Karls Sigurðssonar skipstjóra á Litla Landi Vestmannaeyjum en hún var síðasti eigandi Hótels Bergs. Sendum Páli og þeim systkinum bestu þakkir og kærar kveðjur.

Myndin er nú til sýnis í sýningarskáp við hlið dyra inn á bókasafn á 1. hæð.

Smellið á fyrirsögn fréttar til að fá meiri fróðleik um húsið Tungu og Hótel Berg:

Sagnheimar - opnunartími í september

12.09.2014

Í Sagnheimum verður opið alla daga til og með 14. september kl. 11-17. Frá 15. - 30 sept. verður síðan opið kl. 13-17. Annar opnunartími er eftir samkomulagi. Allir hjartanlega velkomnir!

Sagnheimum færðir munir frá Guðbjörgu og Hjálmari frá Dölum

04.09.2014

Fyrir skömmu færðu tvö barna Guðbjargar Helgadóttur og Hjálmars Jónssonar  frá Dölum Sagnheimum, byggðasafni muni til varðveislu. Um var að ræða kaffikvörn sem gefendur muna eftir frá bernskuárum sínum og harmonikku. Hjálmar mun hafa spilað á nikku á böllum frá 17 ára aldri og einnig var hún alltaf með í för í Álsey. Báða þessa muni hafði Jakobína varðveitt hin síðari ár.

Nikkunni hefur verið fundinn staður í úteyjarkofanum á bryggjusvæði Sagnheima og er einstaklega skemmtileg viðbót við safnið og er þeim systkinum færðar bestu þakkir!

Á myndinni hér að ofan má sjá Sveinbjörn Hjálmarsson með nikkuna, Jakobínu Hjálmarsdóttur með kaffikvörnina og Ernu Jóhannesdóttur eiginkonu Sveinbjarnar ásamt safnstjóra.

Mormónar og fleiri vesturfarar í Einarsstofu Safnahúss

31.08.2014

Rúmlega 80 manns sóttu ráðstefnuna Áhrif mormóna og lútherskra í Utah í Alþýðuhúsinu á laugardaginn. Stór hópur gesta var ofan af landi og einnig frá Utah. Jafnframt ráðstefnunni var sett upp sýning í Einarsstofu með sögu nokkurra Eyjamanna sem fóru vestur.

Minnum jafnframt á að í Sagnheimum, byggðasafni er yfirgripsmikil sýning um sögu mormóna.

Sagnheimar sýna einnig í Einarsstofu nokkra hluti sem ídíánar gerðu og gáfu nágrönnum sínum, hjónunum Guðríði Bjarnadóttur og Jóni Jónssyni, í Selkirk við Winnepegvatn í Kanada um aldamótin 1900. Fjölskyldan flutti aftur heim árið 1907 og dóttir þeirra Ragnheiður (f. 1905) færði safninu þessa dýrgripi til varðveislu.

Í Einarsstofu og Sagnheimum, byggðasafni eru opið daglega kl. 11-17. 

Allir hjartanlega velkomnir.

Umhverfisviðurkenningar 2014 í Sagnheimum

27.08.2014

Umhverfisviðurkenningar Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja og Rótarý fyrir árið 2014 voru veittar í Sagnheimum í dag.

Eftirtaldar húseignir og garðar hlutu viðurkenningar:

Snyrtilegasta gatan: Smáragata

Snyrtilegasta fyrirtækið/stofnun: Birkihlíð 9

Fegursti garðurinn: Birkihlíð 9

Snyrtilegasta húseigning: Skólavegur 11 (Grundarbrekka)

Endurbætur til fyrirmyndar: Vestmannabraut 52 (Breiðholt).

Hér til hliðar má sjá mynd af vinningshöfum og óskum við þeim öllum hjartanlega til hamingju!

Áhrif mormóna og lútherskra í Utah - ráðstefna 30. ágúst

26.08.2014

Ráðstefnan Áhrif mormóna og lútherskra í Utah verður haldin í Alþýðuhúsinu laugardaginn 30. ágúst kl. 13-15

Fyrirlestrarnir eru allir fluttir á ensku.

Að lokinni ráðstefnu verður gengið yfir í Einarsstofu þar sem sýning um mormóna í Utah verður opnuð. Jafnframt verður boðið í skoðanaferð í Sagnheima, byggðasafn um sögusýningu Íslendinganna sem fluttust til Utah.

Dagskrá:

  • Dr. Fred Woods prófessor: Íslensk lútherska í mormónaríkinu.
  • Dr. Mark Mendenhall prófessor: Langafi sr. Runólfs Runólfssonar frá Stóragerði og í Dölum. Fyrirmynd Halldórs Laxness í Þjóðreki biskupi.
  • Ray Valgardsson (barnabarn Guðrúnar soffíu Jónsdóttur frá Elínarhúsum): Lífið í Utah.
  • Arlene Valgardson Flikkinger (barnabarn Jóhönnu Jónsdóttur, systur Hannesar lóðs): Fólkið mitt.
  • Haraldur Þorsteinn Gunnarsson, Tómas Jóhannesson og Kári Bjarnason: Fjölskyldan sem varð eftir í Vestmannaeyjum - Hannes og Sesselía.
  • Atli Ásmundsson: Ættarbönd milli heimsálfanna.

Allir hjartanlega velkomnir!

Þjóðhátíð 2014 - Sagnheimar, byggðasafn

30.07.2014

Við fögnum Þjóðhátíð 1.-4. ágúst 2014 og því breytist opnunartími safnsins, sem hér segir:

1. ágúst, föstudagur: kl. 13-16

Laugardagur og sunnudagur: Lokað

4. ágúst, mánudagur: kl. 11-17.

Minnum einnig á þjóðhátíðarsýninguna í Einarstofu Safnahúss, sem er opin á sömu tímum og Sagnheimar, byggðasafn.

Allir hjartanlega velkomnir!

 

Tyrkjaránsganga laugardaginn 19. júlí kl. 13

17.07.2014

Sögusetur 1627 efnir til sögugöngu nú á laugardaginn í fótspor Tyrkjaránsmanna.  Gangan hefst klukkan 13 við verslunina Kjarval, Goðahrauni 1. Staldrað verður við hjá Hundraðsmannahelli, Fiskhellum, Landakirkju, Stakkagerðistúni og endað á Skansinum, þar sem skotið verður úr fallbyssunni.

Ragnar Óskarsson kennari leiðir gönguna og segir frá ýmsum atburðum tengdum Tyrkjaráninu.

Allir hjartanlega velkomnir!

Þjóðhátíð þjófstartað í Einarsstofu Safnahúss

08.07.2014

Í tilefni 140 ára afmælis Þjóðhátíðar verður á laugardaginn 12. júlí kl. 14 opnuð sögusýning um merki þjóðhátíðar 1970-2014. Gunnar Júlíusson og nokkrir félagar hafa safnað saman upplýsingum um þessi merki sem mörg hver eru sannkölluð listaverk og sýna vel lífstakt og sál Eyjanna.

Dóra Björk Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri ÍBV kynnir nýtt afmælismerki Þjóðhátíðar 2014. 

Brekkusöngur og flatkökur.

Allir hjartanlega velkomnir!

Verkefnið er í samvinnu við Þjóðhátíðarnefnd og er styrkt af ÍBV.

Sýningin mun standa fram yfir Þjóðhátíð.

Safnalykill 2014: Sagnheimar + Sæheimar 1.500 kr

03.07.2014

Safnalykill Sagnheima og Sæheima býður upp á einstakt tilboð, bæði söfnin fyrir 1.500 kr. á mann. Frítt er fyrir 17 ára og yngri. Safnalykilinn fæst í báðum söfnunum. Allir hjartanlega velkomnir!

Englar og djöflar í Sagnheimum mánudaginn 30. júní kl. 12

27.06.2014

Saga og súpa verður í Sagnheimum nk. mánudag. Helgi Þorláksson sagnfræðingur flytur fyrirlesturinn Englar og djöflar í Eyjum. Ránið 1614 og ástæður þess.  Um 1610 voru Vestmananeyjar nánast í þjóðbraut erlendra farmanna og sjóræningjum varð ekki mikið að skreppa þangað til að ræna erlenda sjómenn á miðunum.  Í júní 1614 steig hér á land fjölmennur hópur erlendra ræningja, rændi hér íbúa og kaupmenn og mikil skelfing greip um sig. Foringi þeirra var kallaður Jón Gentilmann í íslenskum heimildum. Hvaða menn voru hér á ferð og hvað olli einkum ráninu? Og hvað varð um ræningjana og mikinn ránsfeng þeirra? Við því gefa enskar heimildir jafnan önnur svör en íslenskar heimildir og þetta ætlar Helgi Þorláksson að rekja í fyrirlestri sínum. Allir hjartanlega velkomnir!

Dagskráin er styrkt af Menningarráði Suðurlands.

Fréttir í 40 ár - í Einarsstofu Safnahúss

26.06.2014

Laugardaginn 28. júní kl. 13:30 fagna Fréttir 40 ára afmæli sínu. Af því tilefni verður opnaður netaðgangur að öllum blöðum Frétta sem Haraldur Halldórsson starfsmaður Safnahúss hefur skannað. Einnig verða opnaðar tvær sýningar í Einarsstofu Fréttir í 40 ár og Vorið í Eyjum 2014.

Allir hjartanlega velkomnir.

Sagnheimar, byggðasafn - Fylgið mér!

23.06.2014

Víða í bænum má nú sjá merki á gangstéttarhellum sem vísa leiðina á söfnin okkar og aðra merka staði. Frábært framtak!

Hér til hliðar má sjá vísi á Sagnheima, byggðasafn.

Allir hjartanlega velkomnir!

Saga og súpa í Sagnheimum 19. júní kl. 12

18.06.2014

Spennandi súpufundur verður hjá okkur í Sagnheimum á kvenréttindadaginn 19. júní kl. 12. Gunnhildur Hrólfsdóttir rithöfundur og sagnfræðingur kynnir óútkomna bók sína Þær þráðinn spunnu en hún fjallar um konur í Eyjum 1835-1980. Í fyrirlestrinum fjallar hún um nokkrar þeirra kvenna sem með fórnfýsi, hugrekki og glaðværð áttu sinn þátt í uppbyggingu bæjarlífsins í núverandi mynd.

Allir hjartanlega velkomnir.

Dagskráin er styrkt af Menningarráði Suðurlands.