Fréttir

Mormónar og fleiri vesturfarar í Einarsstofu Safnahúss

31.08.2014

Rúmlega 80 manns sóttu ráðstefnuna Áhrif mormóna og lútherskra í Utah í Alþýðuhúsinu á laugardaginn. Stór hópur gesta var ofan af landi og einnig frá Utah. Jafnframt ráðstefnunni var sett upp sýning í Einarsstofu með sögu nokkurra Eyjamanna sem fóru vestur.

Minnum jafnframt á að í Sagnheimum, byggðasafni er yfirgripsmikil sýning um sögu mormóna.

Sagnheimar sýna einnig í Einarsstofu nokkra hluti sem ídíánar gerðu og gáfu nágrönnum sínum, hjónunum Guðríði Bjarnadóttur og Jóni Jónssyni, í Selkirk við Winnepegvatn í Kanada um aldamótin 1900. Fjölskyldan flutti aftur heim árið 1907 og dóttir þeirra Ragnheiður (f. 1905) færði safninu þessa dýrgripi til varðveislu.

Í Einarsstofu og Sagnheimum, byggðasafni eru opið daglega kl. 11-17. 

Allir hjartanlega velkomnir.

Umhverfisviðurkenningar 2014 í Sagnheimum

27.08.2014

Umhverfisviðurkenningar Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja og Rótarý fyrir árið 2014 voru veittar í Sagnheimum í dag.

Eftirtaldar húseignir og garðar hlutu viðurkenningar:

Snyrtilegasta gatan: Smáragata

Snyrtilegasta fyrirtækið/stofnun: Birkihlíð 9

Fegursti garðurinn: Birkihlíð 9

Snyrtilegasta húseigning: Skólavegur 11 (Grundarbrekka)

Endurbætur til fyrirmyndar: Vestmannabraut 52 (Breiðholt).

Hér til hliðar má sjá mynd af vinningshöfum og óskum við þeim öllum hjartanlega til hamingju!

Áhrif mormóna og lútherskra í Utah - ráðstefna 30. ágúst

26.08.2014

Ráðstefnan Áhrif mormóna og lútherskra í Utah verður haldin í Alþýðuhúsinu laugardaginn 30. ágúst kl. 13-15

Fyrirlestrarnir eru allir fluttir á ensku.

Að lokinni ráðstefnu verður gengið yfir í Einarsstofu þar sem sýning um mormóna í Utah verður opnuð. Jafnframt verður boðið í skoðanaferð í Sagnheima, byggðasafn um sögusýningu Íslendinganna sem fluttust til Utah.

Dagskrá:

  • Dr. Fred Woods prófessor: Íslensk lútherska í mormónaríkinu.
  • Dr. Mark Mendenhall prófessor: Langafi sr. Runólfs Runólfssonar frá Stóragerði og í Dölum. Fyrirmynd Halldórs Laxness í Þjóðreki biskupi.
  • Ray Valgardsson (barnabarn Guðrúnar soffíu Jónsdóttur frá Elínarhúsum): Lífið í Utah.
  • Arlene Valgardson Flikkinger (barnabarn Jóhönnu Jónsdóttur, systur Hannesar lóðs): Fólkið mitt.
  • Haraldur Þorsteinn Gunnarsson, Tómas Jóhannesson og Kári Bjarnason: Fjölskyldan sem varð eftir í Vestmannaeyjum - Hannes og Sesselía.
  • Atli Ásmundsson: Ættarbönd milli heimsálfanna.

Allir hjartanlega velkomnir!

Þjóðhátíð 2014 - Sagnheimar, byggðasafn

30.07.2014

Við fögnum Þjóðhátíð 1.-4. ágúst 2014 og því breytist opnunartími safnsins, sem hér segir:

1. ágúst, föstudagur: kl. 13-16

Laugardagur og sunnudagur: Lokað

4. ágúst, mánudagur: kl. 11-17.

Minnum einnig á þjóðhátíðarsýninguna í Einarstofu Safnahúss, sem er opin á sömu tímum og Sagnheimar, byggðasafn.

Allir hjartanlega velkomnir!

 

Tyrkjaránsganga laugardaginn 19. júlí kl. 13

17.07.2014

Sögusetur 1627 efnir til sögugöngu nú á laugardaginn í fótspor Tyrkjaránsmanna.  Gangan hefst klukkan 13 við verslunina Kjarval, Goðahrauni 1. Staldrað verður við hjá Hundraðsmannahelli, Fiskhellum, Landakirkju, Stakkagerðistúni og endað á Skansinum, þar sem skotið verður úr fallbyssunni.

Ragnar Óskarsson kennari leiðir gönguna og segir frá ýmsum atburðum tengdum Tyrkjaráninu.

Allir hjartanlega velkomnir!

Þjóðhátíð þjófstartað í Einarsstofu Safnahúss

08.07.2014

Í tilefni 140 ára afmælis Þjóðhátíðar verður á laugardaginn 12. júlí kl. 14 opnuð sögusýning um merki þjóðhátíðar 1970-2014. Gunnar Júlíusson og nokkrir félagar hafa safnað saman upplýsingum um þessi merki sem mörg hver eru sannkölluð listaverk og sýna vel lífstakt og sál Eyjanna.

Dóra Björk Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri ÍBV kynnir nýtt afmælismerki Þjóðhátíðar 2014. 

Brekkusöngur og flatkökur.

Allir hjartanlega velkomnir!

Verkefnið er í samvinnu við Þjóðhátíðarnefnd og er styrkt af ÍBV.

Sýningin mun standa fram yfir Þjóðhátíð.

Safnalykill 2014: Sagnheimar + Sæheimar 1.500 kr

03.07.2014

Safnalykill Sagnheima og Sæheima býður upp á einstakt tilboð, bæði söfnin fyrir 1.500 kr. á mann. Frítt er fyrir 17 ára og yngri. Safnalykilinn fæst í báðum söfnunum. Allir hjartanlega velkomnir!

Englar og djöflar í Sagnheimum mánudaginn 30. júní kl. 12

27.06.2014

Saga og súpa verður í Sagnheimum nk. mánudag. Helgi Þorláksson sagnfræðingur flytur fyrirlesturinn Englar og djöflar í Eyjum. Ránið 1614 og ástæður þess.  Um 1610 voru Vestmananeyjar nánast í þjóðbraut erlendra farmanna og sjóræningjum varð ekki mikið að skreppa þangað til að ræna erlenda sjómenn á miðunum.  Í júní 1614 steig hér á land fjölmennur hópur erlendra ræningja, rændi hér íbúa og kaupmenn og mikil skelfing greip um sig. Foringi þeirra var kallaður Jón Gentilmann í íslenskum heimildum. Hvaða menn voru hér á ferð og hvað olli einkum ráninu? Og hvað varð um ræningjana og mikinn ránsfeng þeirra? Við því gefa enskar heimildir jafnan önnur svör en íslenskar heimildir og þetta ætlar Helgi Þorláksson að rekja í fyrirlestri sínum. Allir hjartanlega velkomnir!

Dagskráin er styrkt af Menningarráði Suðurlands.

Fréttir í 40 ár - í Einarsstofu Safnahúss

26.06.2014

Laugardaginn 28. júní kl. 13:30 fagna Fréttir 40 ára afmæli sínu. Af því tilefni verður opnaður netaðgangur að öllum blöðum Frétta sem Haraldur Halldórsson starfsmaður Safnahúss hefur skannað. Einnig verða opnaðar tvær sýningar í Einarsstofu Fréttir í 40 ár og Vorið í Eyjum 2014.

Allir hjartanlega velkomnir.

Sagnheimar, byggðasafn - Fylgið mér!

23.06.2014

Víða í bænum má nú sjá merki á gangstéttarhellum sem vísa leiðina á söfnin okkar og aðra merka staði. Frábært framtak!

Hér til hliðar má sjá vísi á Sagnheima, byggðasafn.

Allir hjartanlega velkomnir!

Saga og súpa í Sagnheimum 19. júní kl. 12

18.06.2014

Spennandi súpufundur verður hjá okkur í Sagnheimum á kvenréttindadaginn 19. júní kl. 12. Gunnhildur Hrólfsdóttir rithöfundur og sagnfræðingur kynnir óútkomna bók sína Þær þráðinn spunnu en hún fjallar um konur í Eyjum 1835-1980. Í fyrirlestrinum fjallar hún um nokkrar þeirra kvenna sem með fórnfýsi, hugrekki og glaðværð áttu sinn þátt í uppbyggingu bæjarlífsins í núverandi mynd.

Allir hjartanlega velkomnir.

Dagskráin er styrkt af Menningarráði Suðurlands.

 

Sóley Guðmundsdóttir fjallkonan 2014

17.06.2014

Sóley Guðmundsdóttir er fjallkonan okkar í dag. Hún klæðist bláum kyrtli úr eigu Sagnheima sem Ólöf Waage saumaði og ber koffur og stokkabelti með sprota úr eigu Ásdísar Johnsen, einnig varðveitt í Sagnheimum.

Sóley flytur hátíðarljóð Jökuls Jörgensens Ísland í Hraunbúðum og á Stakkagerðistúni, sjá nánar með því að smella á fyrirsögn þessarar fréttar.

Gleðilega hátíð!

17. júní í Sagnheimum, byggðasafni

16.06.2014

Sagnheimar fagna 70 ára afmæli lýðveldisins á 17. júní á hefðbundinn hátt.  

Fjallkonan Sóley Guðmundsdóttir flytur hátíðarljóð á Hraunbúðum kl. 10:30 og á Stakkagerðistúni  á eftir hátíðarræðunni kl. 14.

Í Einarsstofu er farandsýningin Fiskimjöls- og lýsisiðnaður í 100 ár og fer nú hver að vera síðastur að skoða þessa merku sýningu. 

Vekjum einnig sérstaka athygli á að enn er hægt að sjá íslenska búninga úr eigu safnsins í Sagnheimum.

Opið verður í Sagnheimum kl. 11-17 og frítt er inn á safnið í tilefni dagsins.

Allir hjartanlega velkomnir.

Gleðilega hátíð!

Gersemar í kjallara Sagnheima, byggðasafns

06.06.2014

Stundum getur maður ekki annað en gripið andann á lofti þegar saga hluta í geymslu koma í ljós, hluta sem í jafnvel í fyrstu virðast hversdagslegir. Þessum 16 cm blýanti fylgir eftirfarandi saga: Tréblýant þennan átti Matthías ,,snikkari" Markússon í Landlyst. Hann var kvæntur Solveigu ljósmóður Pálsdóttur prests á Kirkjubæ. Þessi hjón byggðu annan helming Landlystar árið 1847 og árið eftir hinn helminging hússins, þar sem danska konungsvaldið stofnaði ,,Stiftelsið", fæðingardeildina frægu, til þess að láta þar rannsaka orsök ginklofans, barnasjúkdómsins banvæna. Ragnar Ásgeirsson (Ásgeirssonar) barnabarn hjónanna færði safninu blýantinn. Þessi litli blýantur er dæmi um hvernig lítill hlutur getað túlkað stórkostlega sögu!
 

Nýr starfsmaður boðinn velkominn í Sagnheima, byggðasafn

05.06.2014

Sagnheimar hafa bætt við nýjum starfsmanni yfir sumarið, Sóley Dögg Guðbjörnsdóttur. Sóley er Eyjakona en fluttist upp á Akranes eftir Framhaldsskólaárin. Hún er nú komin aftur á heimahaga og ætlar að vera í eyjum í sumar. Sóley er með BA gráðu í listfræði og MA gráðu í hagnýtri menningarmiðlun sem nýtist henni vel hér í starfi á safninu. 

Við hlökkum til að starfa með Sóleyju og bjóðum hana hjartanlega velkomna!

Sjómannadagurinn í Sagnheimum og Einarsstofu

30.05.2014

Ási í Bæ og sjómennskan í Sagnheimum, byggðasafni, sjómannadaginn 1. júní kl. 16 - eða um leið og dagskrá á Stakkó lýkur!

Sigurgeir Jónsson kennari segir sögur af Ása í Bæ og Leikhúsbandið flytur nokkur ástæl sjómannalög Ása.

Minnum einnig á farandsýningu Síldarminjasafnsins í Einarsstofu: Fiskimjöls- og lýsisiðnaður í 100 ár.

ningin er opin á opnunartímum Safnahúss til 25. júní.

Safnahúsið óskar sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn.

Allir hjartanlega velkomnir.

Saga fiskimjölsverksmiðja í 100 ár - nú í Eyjum!

27.05.2014

Á uppstigningardag, fimmtudaginn 29. maí kl. 13 opnar í Einarstofu Safnahúss farandsýning Síldarminjasafnsins í Siglufirði.  Af því tilefni fjallar Arnar Sigurmundsson formaður Samtaka fiskvinnslustöðva í stuttu máli um sögu og mikilvægi fiskimjölsverksmiðjanna í atvinnulífi Eyjamanna í heila öld.  Sýningin verður síðan opin á opnunartímum Safnahúss til 25. júní. Allir hjartanlega velkomnir.

Vorvertíð hefst í Sagnheimum, byggðasafni

12.05.2014

Frábærri þjóðbúningahelgi með Hildi og Ásmundi í Annríki er nú lokið. Dásamlegt var að sjá útskriftarnema í þjóðbúningasaum og suma safngesti skarta búningum sínum. Gerist ekkert flottara! Dregnir voru fram dýrgripir úr eigu safnsins og sýndir að þessu tilefni. Þar sem Annríki ákvað að lána okkur þrjár gínur getum við áfram fyrst um sinn sýnt þrjá búninga úr eigu safnsins á gínunum auk þess sem sýnt er í skápum, allt algjörir dýrgripir. Við inngang sýningarsvæðis trónir síðan Gísli J. Johnsen í konsúlsbúningi sínum.

Vorvertíð er nú hafin í Sagnheimum, byggðasafni. Safnið er opið daglega kl. 11-17. Mynd Heiðars Marteinssonar Gosið og uppbyggingin er sýnd kl. 13 (enska) og kl 14 (þýska).

Sagnheimar á lokadaginn 11. maí kl. 14

05.05.2014

Dagskrá:

  • Útskrift nemenda Visku og Annríkis í þjóðbúningasaum. Nemendur skarta búningum sínum.
  • Sýndir verða búningar úr eigu Annríkis og Sagnheima.
  • Íslenskir þjóðbúningar kynntir.

Dagskráin er öllum opin og eru gestir hvattir til að fjölmenna og skarta þjóðbúningum sínum, íslenskum og erlendum.

Á laugardaginn 10. maí verða Guðrún Hildur og Ásmundur frá Annríki í Sagnheimum kl. 13-15. Á þeim tíma geta bæjarbúar komið með gömul klæði og búninga úr kistum sínum og fengið leiðbeiningar.

Allir hjartanlega velkomnir

Stjörnufundir í Safnahúsinu, þriðjudaginn 6. maí

04.05.2014

Aðalfundur Stjörnufræðifélags Vestmananeyja verður haldinn í Safnahúsinu n.k. þriðjudag kl. 19:15. Félagar hvattir til að mæta!

Sama dag kl. 20:00 verður síðan gestafyrirlestur Sævars Helga Bragason um geimflaugar, stjörnustöðina á Hótel Rangá og fleira.  Dótakassi félagsins verður einnig kynntur en hann innheldur m.a. líkan af tunglinu, mars, loftsteina og fleira, sem keypt var fyrir styrk sem Sparisjóður Vestmananeyja veitti félaginu fyrir jól.  Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti!