Fréttir

Eyjahjartað í Sagnheimum, sunnudaginn 9. október, kl. 14-16.

06.10.2016

Á sunnudaginn kemur, hinn 9. október, bjóðum við til úrvalsdagskrár með 3 landsþekktum einstaklingum sem munu rifja upp tíma sinn í Eyjum.

Guðmundur Andri Thorsson: Núll í Tombólukassa. Minningar sumarstráks.

Egill Helgason: Á vörubílspallinum hjá Stebba Ungverja.

Bubbi Morthens: Hreistur.

Einar Gylfi Jónsson: Lokaorð fyrir hönd undirbúningsnefndar.

Dagskráin verður haldin í Sagnheimum, byggðasafni, á annarri hæð Safnahúss, kl. 14-16.

Allir hjartanlega velkomnir.

Vitafélagið-íslensk strandmenning í Sagnheimum, sunnud. 2. október kl. 13:30

22.09.2016

Vitafélagið- íslensk strandmenning og Sagnheimar, byggðasafn:

- Strandmenning, auður og ógnir -

Sunnudaginn 2. október kl. 13:30:

Auður við íslenska strönd. Kristján Sveinsson sagnfræðingur kynnir starf Vitafélagsins-íslenskrar strandmenningar.

Nordisk kunstkultur og nýsköpun í vitum: Sigurbjörg Árnadóttir, formaður Vitafélagsins segir frá samstarfi norrænu strandmenningarfélaganna og nýsköpun í vitum.

Hraunið tamið: Frá Axlarsteini til Urðarvita. Gísli Pálsson mannfræðingur fjallar um ógnir hraunsins sem rann á Heimaey árið 1973, björgun hafnar og byggðar og aðlögun Eyjamanna eftir gos.

Virkjum Golfstrauminn! Ívar Atlason forstöðumaður HS Veitna segir frá nýjum kafla í sögu upphitunar á húsum í Eyjum þar sem varminn (-sólarorkan-) sem er geymd í sjónum umhverfis Eyjar er notaður til upphitunar húsa.

STRANDAR-AUÐUR, vannýttur fjársjóður fyrir hönnuði. Emilía Borgþórsdóttir hönnuður. Ströndin og hafið er takmörkuð auðlind sem við þurfum að ganga vel um. Það eru mörg tækifæri fyrir hönnuði að nálgast þessa auðlind á ólíkan máta.

Að lokinni dagskrá mun Arnar Sigurmundsson framkvæmdastjóri leiða sögugöngu um hafnarsvæðið frá Edinborgarbryggju og vestur fyrir gömlu slippana.

Sýningar í Safnahúsi Vestmannaeyja sem tengjast vitum og strandmenningu.

Dagskráin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurlands.

Myndina tók Sigurgeir Jónasson í Geirfuglaskeri 1968.

Strandmenning - sýning í Einarsstofu - 2. október

07.09.2016

Sunnudaginn 2. október verður áhugavert málþing í Sagnheimum, samstarfsverkefni Íslenska vitafélagsins og Sagnheima.

Af því tilefni ætlum við að setja upp sýningu í Einarsstofu með gripum sem tengja má lífi okkar og störfum við sjávarströndina. Átt þú myndir, eitthvað úr rekavið, fiskibeinum, roði eða eitthverju allt öðru sem að þú ert reiðubúinn að leyfa fleirum að njóta á þessari sýningu?

Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband sem fyrst við Helgu í Sagnheimum, s.: 698 2412, Perlu eða Kára í Safnahúsi eða Kristínu Garðarsdóttur í síma 698 2045.

Hér á myndinni má sjá skemmtilega fiskitrommu, gerða á frystitogara úr roði hlýra og blágómu og hólki úr bindigarni. Tromma þessi gegndi líka hlutverki loftvogar, því hæðir og lægðir höfðu áhrif á þenslu roðsins og þar með hljóð trommunar. Lúrir þú á eitthverju svona skemmtilegu?

Haustdagskrá Safnahúss

24.08.2016

Haust- og vetrardagskrá er í fullum undirbúningi í Safnahúsi. Við byrjum nú á sunnudag, 28. ágúst kl. 14 í Einarsstofu með dagskránni Með Eyjar í hjarta og hjartað í Eyjum. Þar munu Hildur Oddgeirsdóttir, Hafliði Kristinsson og Þorsteinn Ingi Sigfússon fara á vit bernskudaga í Eyjum. Af þessu tilefni hefur ljósmyndadeildin dregið fram ljósmyndir af lífi og starfi nemenda Grunnskóla Vestmannaeyja frá liðnum dögum. Allir hjartanlega velkomnir!

Sagnheimar - opnunartíma um Þjóðhátíð 2016

29.07.2016

Við fögnum Þjóðhátíð í frábæru veðri!

Safnið okkar er opið um Þjóðhátíð sem hér segir:

Föstudag: 10 - 15

Laugardag og sunnudag: Lokað

Mánudag: kl. 10-17.

Í Einarsstofu Safnahúss er frábær álfabókasýning Guðlaugs Arasonar opin á sömu tímum!

Gleðilega Þjóðhátíð!

 

Páll Steingrímsson: Frá Heimaey á heimsenda

26.07.2016

Í gær, 25. júlí, á 86. afmælisdegi Páls Steingrímssonar var forsýnd nýjasta mynd hans: Frá Heimaey á heimsenda í Sagnheimum, byggðasafni að viðstöddu fjölmenni. Í myndinni er rakin litrík ævisaga Páls, upplifanir og störf hans. Áhugamálin hafa leit hann á hina ólíklegustu staði og oftar en ekki hefur myndavélin verið í för.  Umsjón með myndinni hafði Páll Magnússon, Friðþjófur Helgason sá um kvikmyndatöku og Ólafur Ragnar Halldórsson um myndgerð. Myndin er komin á DVD disk og eru nokkur eintök til sölu í Sagnheimum.

Tyrkjaránsdagur á Skansinum, 17. júlí kl. 14

13.07.2016

Á hinum árlega Tyrkjaránsdegi, sunnudaginn17. júlí, verður þess minnst á Skansinum að nú eru liðin rétt 389 ár frá einum hroðalegasta atburði sögu Vestmannaeyja er sjóræningjar fluttu 242 karla, konur og börn frá Eyjum sem þræla til Alsír. Níu árum síðar voru keyptir út 35 þrælar í Alsír og komu 27 þeirra aftur til Íslands.

Skansinn, kl. 14:

Virkið í Vestmannaeyjum: Birgir Loftsson sagnfræðingur og kennari, höfundur bókarinnar Hernaðarsaga Íslands, flytur stutt erindi um hernaðaruppbyggingu Vestmannaeyja með sérstaka áherslu á Skansinn.

Að því loknu verður skotið úr fallbyssunni.

Allir hjartanlega velkomnir!

Sögusetur 1627

Teikningin sem fylgir fréttinni er gerð af Jakobi S. Erlingssyni og er hluti af Tyrkjaránssýningu Sagnheima.

Goslok 2016 í Sagnheimum

27.06.2016

Á goslokum árið 2010 hóf Jóhanna Ýr Jónsdóttir, þá safnstjóri Sagnheima, að safna frásögum gesta af upplifun sinni af gosnóttinni er rúmlega fimmþúsund íbúar Vestmannaeyja þurftu að flýja hús sín að næturlagi.

Ársbyrjun árið 2013 höfðu safnast um 500 skráningar. Ingiberg Óskarssyni fannst það harla lélegt, tók að sér verkefnastjórn og hóf markvissa söfnun upplýsinga í samvinnu við safnstjóra Sagnheima, byggðasafns. Verkefni sitt kallaði hann Allir í bátana.  rúmlega þremur árum síðan er komið að ákveðnum kaflaskilum. Skráður hefur verið fararmáti 4.563 íbúa gosnóttina en enn vantar nöfn báta sem 364 íbúar fóru með. Töluvert hefur einnig safnast af sögum og margvíslegum fróðleik.

Laugardaginn 2. júlí verður í Sagnheimum, kl. 11-12 sagt frá verkefninu, stöðu þess og hvernig megi nýta þær upplýsingar sem þar hafa safnast:

Ingibergur Óskarsson verkefnastjóri kynnir verkefnið og helstu niðurstöður.

Björgvin Agnarsson meistaranemi í mannfræði við Háskóla Íslands fjallar um verkefnið útfrá sjónarhorni félagsvísindanna en lokaverkefni hans fjallar einmitt um minningar og upplifanir Vestmannaeyinga af Heimaeyjargosinu.

Við fögnum þessum áfanga í verkefninu okkar og bjóðum af því tilefni frítt inn í Sagnheima bæði á laugardag og sunnudag, kl. 10-17. Gögn sem tengjast verkefninu liggja frammi á safninu.

Vestmannaeyingar og aðrir áhugamenn eru hvattir til að líta við og skoða merkilegar samtímaheimildir um einn hrikalegasta atburð í sögu Eyjanna.

Verkefnastjórar verða á staðnum alla helgina og því upplagt tækifæri til að koma á framfæri viðbótarupplýsingum, leiðréttingum eða læra meira um hina örlagaríku nótt, 23. janúar 1973.

Allir hjartanlega velkomnir.

Dagskráin er styrkt af Safnaráði.

Fjallkona Eyjamanna 2016

20.06.2016

Fjallkona okkar Eyjamanna í ár var Dröfn Haraldsdóttir. Hátíðarljóð sitt, Íslands börn eftir Jóhannes úr Kötlum, flutti hún á Hraunbúðum um morguninn, síðan á norrænu kvenfélagsþingi í Akóges og loks á Stakkagerðistúní síðdegis.

19. júní 2016 - söguganga í Sagnheimum kl. 15

18.06.2016

Í ár fögnum við því að þennan dag eru 101 ár liðin frá því að konur á Íslandi fengu kosningarétt. Barátta formæðra okkar skóp okkur sem nú lifum við betri kjör og þeim til heiðurs bjóða Sagnheimar, byggðasafn upp á kvenlega sögugöngu um safnið kl. 15.

Við hvetjum alla til að bera eitthvað bleikt þennan dag og minnast þannig formæðra okkar.

Sögugangan er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir!

17. júní 2016 í Safnahúsi Vestmannaeyja

16.06.2016

Sú hefð að fjallkona flytji landsmönnum hátíðarljóð á 17. júní hefur tíðkast hér á landi frá árinu 1947. Að vanda mun fulltrúi Sagnheima, byggðasafns sjá um að skrýða fjallkonu okkar Eyjamanna úr fjársjóðskistum safnsins. Fjallkona okkar í ár er Dröfn Haraldsdóttir og flytur hún ávarp sitt í Hraunbúðum kl. 10:30 og á Stakkagerðistúni kl. 14. Hún mun einnig líta við á Norrænu sumarþingi kvenfélaga í Akóges.

Í Einarsstofu er forvitnileg sýning og fróðleiksmolar um forseta lýðveldisins.

Opið er í Safnahúsi kl. 10-17 og ókeypis inn í Sagnheima í tilefni dagsins. Gleðilega hátíð!

Hér að ofan má sjá fjallkonu Eyjamanna 2015 Sigríði Láru Garðarsdóttur ásamt heiðursverði sínum.

Forsetarnir í Einarsstofu

12.06.2016

Í Einarsstofu eru nú myndir af öllum forsetum íslenska lýðveldisins ásamt Jóni Sigurðssyni, sem var í forystu Íslendinga í sjálfstæðisbaráttunni. Afmælisdagur hans, 17. júní, er stofndagur íslenska lýðveldisins. Við hverja mynd eru fróðleiksmolar sem tengjast viðkomandi forseta. Á þeirri síðustu eru bara Bessastaðir, þar sem íslenska þjóðin gengur til forsetakosninga 25. júní nk. og enginn veit enn hver verður 6. forseti lýðveldisins. Alls hafa um 30 manns boðið sig fram til forseta frá stofnun lýðveldisins, þar af níu nú fyrir þessar kosningar. Í skápum eru einnig bækur sem tengjast forsetunum og embættinu. Einarsstofa er opin alla daga kl. 10-17 og því alveg tilvalið að koma við og hita upp fyrir næstu kosningar, 25. júní.

Til hamingju með daginn sjómenn!

05.06.2016

Við óskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingu með daginn! 

Í tilefni dagsins er ókeypis inn á Sagnheima, byggðasafn., kl. 10-17.

Í Einarsstofu er afmælissýning Gylfa Ægissonar sem lýkur í dag. Gylfi ætlar að ljúka sýningunni með léttum tónleikum á sýningarstað.

Allir hjartanlega velkomnir!

Myndin sem fylgir hér með er eftir Þorvald Skúlason.

Safnadagurinn, 18. maí 2016

13.05.2016

Í ár verður íslenski safnadagurinn haldinn á sama degi og sá alþjóðlegi, þ.e. 18. maí næstkomandi. Markmiðið með deginum er að kynna og efla faglegt safnastarf á Íslandi og vekja athygli á málefnum safna innan samfélagsins. Þátttakendur í safnadeginum á alþjóðavísu er um 35.000 söfn í 140 löndum. Yfirskrift safnadagsins nú er Söfn og menningarlandslag og eru söfn hvött til að líta út fyrir veggi safnanna og huga að því menningarlandslagi sem alls staðar blasir við þeim sem hafa opin augu og huga.

Sagnheimar, byggðasafn mun bjóða upp á Sögu og súpu kl. 12 í tilefni dagsins.  Þar mun Perla Kristinsdóttir listfræðingur fjalla um margbreytilegt menningarlandslag húðflúrs hér á landi og skoða þróun þess með mynddæmum. Erindi sitt kallar Perla: Húðflúrlist á Íslandi. Upphaf, þróun og áhrif og verður betur auglýst næstu daga. Frítt verður í Sagnheima, byggðasafn í tilefni safnadagsins.

Endilega hafið augun opin á ferðum ykkar hér heima eða erlendis í kringum 18. maí og athugið hvað söfnin eru að bjóða upp á. Getum lofað ykkar að þar er margt afar áhugavert í boði og reyndar allan ársins hring. Verið hjartanlega velkomin!

Sumarið er komið í Sagnheimum, byggðasafni!

01.05.2016

Í dag, 1. maí hefst sumaropnun í Sagnheimum, byggðasafni. Opið verður daglega frá kl. 10-17 til 30. september, nema um Þjóðhátíð, sem auglýst verður sérstaklega. Allir hjartanlega velkomnir!

Sumardagurinn fyrsti - 21. apríl 2016 - Safnahús Vestmannaeyja

19.04.2016

Að vanda verður heilmikið um að vera í Safnahúsi Vestmannaeyja á sumardaginn fyrsta.

Einarsstofa kl. 11:

Lúðrasveitin leikur vel valin lög.

Sigurvegarar Stóru upplestrarkeppninnar, þau Aðalheiður Svanhvít Magnúsdóttir, Hólnfríður Arna Steinsdóttir og Arnar Gauti Egilsson lesa úr Ertu Guð, afi? eftir Þorgrím Þráinsson.

Goslokalag 2016 frumflutt, en lag og texti er eftir Sigurmund G. Einarsson.

Tilkynnt um val bæjarlistamanns Vestmannaeyja 2016.

Opið verður í Sagnheimum frá kl. 13-16, frítt verður inn í boði Vestmannaeyjabæjar.

Vestmannaeyjabær og Safnahús óskar bæjarbúum gleðilegs sumars!

Saga og súpa í Sagnheimum 7. apríl kl. 12

05.04.2016

Róbert Guðfinnsson athafnamaður verður í sögu og súpu í Sagnheimum  fimmtudaginn 7. apríl kl. 12.  Erindi sitt kallar hann ,,Úr síldarbæ í nýsköpun". Þar mun Róbert fjalla um uppbygginguna á Siglufirði og þau nýju atvinnutækifæri sem þar hafa skapast ekki síst fyrir ungt, menntað fólk. Leitað verður svara við spurningum eins og:

Hver eru sóknarfæri byggðarlaga úti á landi?

Hverjir eru möguleikar einstaklinga til að leggja samfélaginu lið?

Verkefnið er styrkt af Rótarýklúbbi Vestmannaeyja sem fagnaði 60 ára afmæli klúbbsins á síðasta ári.

Allir hjartanlega velkomnir!

 

Safnahús í dymbil- og páskaviku 2016

22.03.2016

Opið verður í Sagnheimum, byggðasafni á skírdag og laugardag fyrir páska kl. 13-16. 

Í Einarsstofu er ljósmyndasýning Stefáns Hauks Jóhannessonar Úkraína: Átök og andstæður opin á sama tíma og safnið.

Bókasafnið er lokað frá skírdegi til og með mánudags 2. í páskum.

Gleðilega páska!

 

Gígja Óskarsdóttir - nýr starfsmaður Sagnheima og Sæheima.

16.03.2016

Í byrjun mars fengum við góða viðbót í Safnahúsið, Gígju Óskarsdóttur. Gígja mun fyrst um sinn halda sig í geymslum Sagnheima og vinna að skráningu safnmuna í Sarp. Í maí taka síðan við afleysingar hjá Gígju bæði í Sagnheimum og í Sæheimum. Bjóðum við hana hjartanlega velkomna til starfa!

Á meðfylgjandi mynd má sjá Gígju að störfum í kjallaranum Hún heldur hér á einum af fyrstu gjaldmælunum sem settur var í bíla hér. Örn á Brekku færði safninu mælinn til varðveislu árið 1987 - einn af mörgum gripum, sem hann hefur fært safninu.

Björgvinsbeltið í Sagnheimum

09.03.2016

Í febrúar kom Björgvin Sigurjónsson (Kúti á Háeyri) skipstjóri  með nokkur Björgvinsbelti á mismunandi þróunarstigum ásamt heimildum og teikningum og færði Sagnheimum, byggðasafni til varðveislu. Björgvinsbeltið, sem er hugarsmíði Björgvins, er eitt af þeim tækjum sem hafa auðveldað mjög að ná mönnum aftur um borð sem farið hafa útbyrðis. Beltið er létt og hægt að kasta því mun lengra en venjulegum bjarghring og auðvelt er að hífa mann upp úr sjónum hvort sem hann er einn eða björgunarmaður með. Beltið er nú í allflestum íslenskum skipum og einnig víða við hafnir.  Á myndinni má sjá Björgvin á bryggjusvæði safnsins er þar verður nýjustu útgáfu beltisins komið fyrir ásamt upplýsingum um það. Bestu þakkir að hugsa til Sagnheima, byggðasafn!