Fréttir

Dymbilvika og páskar í Safnahúsi

03.04.2012

Hin árlega páskasýning  er að þessu sinni helguð Eyjalistamanninum Ragnari Engilbertssyni. Ragnar er fæddur 15. maí 1924, sonur hjónanna Engilberts Gíslasonar listmálara og Guðrúnar Sigurðardóttur. Á árunum 1943 til 1951 nam Ragnar málaralist, fyrst í Reykjavík en síðar við Kunstakademíuna í Kaupmannahöfn.

Gjábakkastrokkurinn í Einarsstofu

30.03.2012

Í tilefni erindis Atla Ásmundssonar ,,Vinir í vestri" um síðustu helgi var Gjábakkastrokknum komið fyrir í skáp til sýnis í Einarsstofu en hann er í eigu Sagnheima, byggðasafns.

Fjölmenni á fyrirlestri Atla greifa

24.03.2012

Atli Ásmundsson sagði sögur af Vestur-Íslendingum og afkomendum þeirra og starfi þeirra Þrúðar í Kanada. Um 70 manns mættu til að hlýða á þennan frábæra sögumann.

Viðburðir í Einarsstofu um komandi helgi

21.03.2012

Föstudaginn 23. mars opnar Sigurgeir Jóhannsson (Siggi Jóa kokkur) málverkasýningu er stendur til mánaðarmóta. Af því tilefni verður listamaðurinn á staðnum á föstudeginum kl. 13-17 og um helgina, bæði laugardag og sunnudag kl. 13-17.

,,Vinir í vestri" í Einarsstofu 24. mars 2012

21.03.2012

Laugardaginn 24. mars mun Atli Ásmundsson aðalræðismaður í Winnipeg halda erindið Vinir í vestri, um líf og starf meðal Vestur-Íslendinga. Fyrirlestur Atla hefst kl. 13:30.
 

Aðalfundur Stjörnufélagsins

20.03.2012

Aðalfundur Stjörnufélagsins verður haldinn í Safnahúsinu, byggðasafni í dag þriðjudag kl. 17:30

,,Suðurland í sókn"

19.03.2012

Um síðustu helgi kynntu fyrirtæki á suðurlandi vörur sínar og þjónustu í Ráðhúsi Reykjavíkur  undir kjörorðinu ,,Suðurland í sókn"

Hádegiserindi Surtseyjarstofu í Sagnheimum í dag

09.03.2012

Þórdis Bragadóttir, forstöðumaður Surtseyjarstofu, kynnti starfsemi Umhverfisstofnunar og Surtseyjarstofu á súpufundi í hádeginu í dag.

Fallegt handverk á góusýningu

27.02.2012

Þetta listilega saumaða handverk í eigu Sagnheima, byggðasafns er nú á Góusýningunni í Einarsstofu.

Góusýning í Einarsstofu

20.02.2012

Velkomin sértu, góa mín - að þreyja þorrann og góuna
Fyrsti dagur góu var 19. febrúar og er sá dagur nefndur konudagur.
 
Árni Björnsson segir frá því í bók sinni Saga daganna hvernig Góa hafi oft verið persónugerð sem vetrarvættur. Stundum var reynt að skjalla hana til að bæta veður en samkvæmt gamalli þjóðtrú átti sumarið að vera gott ef góa væri stormasöm og veður vont fyrsta góudag.

Kirkjugerði í heimsókn

01.02.2012

Krakkarnir í Kirkjugerði sem voru að læra um Heimaeyjargosið komu í heimsókn á safnið í lok janúar. Þeir þökkuðu fyrir sig með söng og listaverkum. Listaverkin eru nú til sýnis á safninu.

Eldgos - aflvaki sagna og sigra

23.01.2012

Í Einarsstofu getur nú að líta sýningu sem byggir á margvíslegum heimildum um þann mikla örlagadag 23. janúar 1973.

Páll Steingrímsson - kvikmyndaveisla

16.01.2012

Næstu fjóra laugardaga verða
sýndar valdar myndir úr frábæru heimildamyndasafni
Páls Steingrímssonar.

Jólakötturinn enn á ferð ásamt tröllum og álfum

09.01.2012

Jólakötturinn hélt sínu striki og var áfram til tómra vandræða.

Jólakötturinn á ferli?

08.12.2011

Sagnheimar eru opnir um aðventuna
á laugardögum kl. 13-16.
Jólaratleikur fyrir börnin.

Aðventan í Safnahúsinu

01.12.2011

Sagnheimar, Skjalasafn,Bókasafn og Listasafn hafa sett upp sameiginlega aðventusýningu í Einarsstofu.

Skólaheimsóknir

30.11.2011

Töluvert hefur verið um skólaheimsóknir í Sagnheima í vetur.

Hádegiserindi Hafró í Sagnheimum

24.11.2011

Hafrannsóknarstofnun er með opið hádegiserindi í dag í Sagnheimum.

Safnahelgin 4.-6. nóvember

06.11.2011

Mikið var um að vera um helgina í öllu Safnahúsinu.

Varðskipið Þór

26.10.2011

Í dag kom Þór, nýtt og glæsilegt varðskip Landhelgisgæslunnar, til Vestmannaeyja.