Fréttir

Þjóðhátíð - Sagnheimar - opnunartími

31.07.2018

Dagana 3.-6. ágúst gleðjumst við saman á Þjóðhátíð í Herjólfsdal.

Opnunartími Sagnheima, byggðarsafns verður þá sem hér segir:

 

Föstudagur: opið 10 - 15

Laugardag og sunnudag: Lokað

Mánudag: opið 13-17.

Gleðilega Þjóðhátíð!

Tyrkjaránið 1627 - Saga og súpa í Sagnheimum

14.07.2018

Nú í júlí eru liðin 391 ár frá þeim voðaatburði sem jafnan er nefndur Tyrkjaránið.  Sögusetur 1627 í samstarfi við Sagnheima og Safnahús Vestmannaeyja býður af því tilefni upp á sögu og súpu í Sagnheimum í hádeginu nk. þriðjudag, 17. júlí, sjá nánar í meðfylgjandi auglýsingu. Allir hjartanlega velkomnir.

Goslokahátíð 2018 - Sagnheimar og Safnahús

04.07.2018

Goslokahátíð okkar Eyjamanna verður 5.-8. júlí og er ýmislegt í boði að vanda.

Fimmtudaginn kl. 17:15 - Gerður G. Sigurðardóttir opnar málverksýningu sína í Einarsstofu Safnahúss.

Laugardaginn kl. 11:00 - Samtal kynslóða, upplifun af gosinu. Spjallstund með Guðrúnu Erlingsdóttur  í Sagnheimum.

Laugardaginn kl. 14:00. 50 ár frá fyrstu vatnsleiðslunni til Eyja - það kom með kalda vatninu. Farið yfir söguna, erindi, pallborð, stutt kvikmynd. Sagnheimar - bryggjusvæði.

Opið verður í Einarsstofu alla helgina kl. 10-17.

Hefðbundin sumaropnun í Sagnheimum, daglega kl. 10-17. Frítt inn á viðburði laugardags.

Allir hjartanlega velkomnir.

17. júní 2018 í Safnahúsi Vestmannaeyja

18.06.2018

Sagnheimar sáu að vanda um að skrýða fjallkonuna með dyggri aðstoð Hafdísar Ástþórsdóttur. Fjallkonan okkar í ár var Thelma Ýr Þórarinsdóttir sem flutti hátíðarljóð Huldu: Hver á sér fegra föðurland í Hafnarbúðum og á Stakkagerðistúni. Fjallkonan bar kyrtil sem saumaður var af Ólöfu Waage en faldblæjan, koffur, stokkabelti og möttull komu frá Ásdísi Johnsen, allt nú í varðveislu safnsins.  Skátafélagið Faxi sá um heiðursvörð. Frítt var á safnið í tilefni dagsins.

Kvenréttindadagurinn - 19. júní 2018

17.06.2018

Að vanda bjóðum við upp á dagskrá 19. júní í Safnahúsi Vestmannaeyja.

Allir hjartanlega velkomnir!

 

17. júní 2018

15.06.2018

Að vanda munu Sagnheimar sjá um að skrýða fjallkonuna og Skátafélagið Faxi sér um heiðursvörðin.

Fjallkona okkar, Thelma Lind Þórarinsdóttir, flytur hátíðarljóð í Hraunbúðum kl. 10:30 og á Stakkagerðistúni kl. 14.

Gleðilega hátíð!

Sjómannadagurinn 2018 - Sagnheimar

03.06.2018

Í tilefni sjómannadags er frítt í Sagnheima í dag, opið 10-17.

Til hamingju með daginn sjómenn og aðrir Eyjamenn!

Fólk á flótta - sýning fjögurra skóla í Einarsstofu

02.06.2018

Líf og fjör er búið að vera í Sagnheimum og Safnahúsi alla vikuna. Nemendur frá GRV og skólum frá Rúmeníu, Svíþjóð og Póllandi hafa í vetur unnið að sameiginlegu verkefni á vegum ERASMUS+ um útlendingafóbíu og fordóma. Á miðvikudaginn sögðu nemendur frá verkefnum sínum í Einarsstofu og einnig var opnuð sýning þeirra þar sem þau sýna hvað þau telja að þau tækju með sér í litlum bakpoka ef að þau þyrftu skyndilega að flýja heimkynni sín. Á sýningunni má einnig sjá plaköt sem þau unnu þar sem þau vekja athygli á að í raun erum við öll fyrst og fremst heimsborgarar. Nemendur GRV gerði myndband um innflytjendur á Íslandi í gegnum tíðina og reyndu að setja sig í spor þeirra. Sýningin verður opin fram yfir sjómannahelgina og er fólk hvatt til að koma og skoða verk þessa flotta unga fólks.

Sagnheimar - sumaropnun 2018

01.05.2018

Frá og með 1. maí - 30. september verður opið í Sagnheimum, byggðasafni alla daga vikunnar kl. 10-17.

Búast má þó við breytingum Þjóðhátíðardagana og verður það þá tilkynnt.

Aðeins er rukkaður aðgangur einu sinni á hverju 12 mánaða tímabili og eru gestir því minntir á að láta skrá sig við greiðslu aðgöngumiða á safnið.

Félagar í FEBV - félagi eldri borgara í Vestmannaeyjum - fá frítt á safnið.

Verið velkomin!

Sumardagurinn fyrsti - 19. apríl 2018

17.04.2018

Dagskrá verður í Einarsstofu Safnahúss á sumardaginn fyrsta og frítt í Sagnheima.

Kl. 11 leikur Skólalúðrasveitin vel valin lög. Einnig lesa Herborg Sindradóttir, Sara Dröfn Ríkharðsdóttir og Jón Grétar Jónasson, sigurvegarar Stóru upplestrarkeppninnar,  ljóð og tilkynnt verður um val bæjarlistamanns Vestmannaeyja 2018.

kl. 13 opnar sýning nemenda Bjarteyjar Gylfadóttur í myndlistarvali Grunnskóla Vestmannaeyja í 8.-10. bekk á lokaverkefnum sínum.

Opið verður í Sagnheimum, byggðasafni frá kl. 13 - 16, frítt inn í boði Vestmannaeyjabæjar.

Í bjarma sjálfstæðis - styrkur til menningarverkefnis

17.04.2018

Nú í byrjun apríl hlutu Sagnheimar menningarstyrk frá Uppbyggingarsjóði Suðurlands fyrir verkefnið Í bjarma sjálfstæðis. Afraksturinn kemur í ljós í október en þá mun m.a. vera fjallað um frostaveturinn mikla 1918 í Vestmannaeyjum og einnig spænsku veikina sem varð mörgum Eyjamönnum sem og öðrum landsmönnum að fjörtjóni. Einnig verður fjallað um Kötlugosið 1918 og m.a. sýndar einstakar ljósmyndir Kjartans Guðmundssonar af gosinu. Styrkur sem þessi gerir okkur mögulegt að halda áfram með metnaðarfull og spennandi verkefni. Takk fyrir okkur.

Saga úr geymslu Sagnheima

09.04.2018

Meðal vetrarverkefna Sagnheima er að fara yfir muni í geymslum safnsins og sjá til þess að þeir séu rétt skráðir. Samband íslenskra sjóminjasafna kallaði eftir skráningu fornbáta í vörslu safna og vakti kajak í vörslu Sagnheima sérstaka athygli þeirra, því ekki finnast margir slíkir í íslenskum minjasöfnum. Óli á Létti (1999-1978) og Friðrik Jesson (1906-1992) smíðuðu tvo kajaka að grænlenskri fyrirmynd um 1940. Bátur Friðriks er talinn ónýtur en bátur Óla var færður Sagnheimum til varðveislu árið 1989.

Sagnheimar um páska 2018

27.03.2018

Opið verður í Sagnheimum á skírdag og laugardag fyrir páska kl. 13-16.

Annar opnunartími eftir samkomulagi.

Gleðilega páska!

Viðburðaskrá Safnahúss 2017

12.03.2018

Nú er viðburðaskrá sl. árs í Safnahúsi komin inn á heimasíðuna.

Kennir þar margra grasa að vanda, sjá nánar hér http://sagnheimar.is/skrar/file/skjol/vidburdir-safnahuss-2017.pdf

Eyjahjartað í Einarsstofu

07.03.2018

Sunnudaginn 11. mars kl. 13 verður boðið upp á nokkur Eyjahjörtu í Einarsstofu. Að vanda er óhætt að lofa bæði hlátri og jafnvel gráti - en fyrst og fremst góðri skemmtun! Allir hjartanlega velkomnir!

Jólakötturinn farinn til fjalla - dregið í getraun

08.01.2018

Mikill fjöldi kom í Sagnheima á þrettándanum og tók þátt í jólaratleik. Alveg merkilegt hvað jólakötturinn er duglegur að flækjast í alls konar vandræði! Bestu þakkir til allra sem aðstoðuðu hann.

Einnig var dregið í jólagetrauninni, þar sem giska átti á hversu mög kerti væru í skápnum í Einarsstofu. Kertin komu öll úr einkasafni Viktors Hjartarsonar og reyndust vera 99 stk. Alls bárust 123 svör og voru leyfð skekkjumörk upp á +/- 3 kerti. 64 lausnir féllu innan þeirra marka og voru dregin út nöfn þriggja vinningshafa sem allir fengu gjafabréf í Joy.

Vinningshafar voru: Gréta Hilmarsdóttir, Ísey Heiðarsdóttir og Kristinn Freyr Sæþórsson.

Bestu þakkir öll fyrir þátttökuna!

Á myndinni má sjá einn vinningshafann, Ísey Heiðarsdóttur, taka við gjafabréfi sínu.

 

Ratleikur Jólakattarins í Sagnheimum 6. janúar

03.01.2018

Ratleikur á laugardag kl. 13-16. Jólakötturinn er í vandræðum enn eina ferðina og biður forvitna krakka um að hjálpa sér að finna nokkra gagnlega hluti fyrir hann og fjölskylduna, Grýlu, Leppalúða og jólasveinana. Frítt fyrir fullorðna í fylgd með börnum.

Enn er hægt að taka þátt í jólagetrauninni okkar: Hvað eru mörg jólakerti í skápnum í Einarsstofu? Dregið verður úr réttum lausnum á laugardaginn, kl. 16. Verðlaun.

Allir hjartanlega velkomnir!

https://www.facebook.com/sagnheimar/

Jólagetraun Sagnheima 2017

19.12.2017

Jólagetraun Sagnheima

Hvað eru mörg jólakerti í skápnum í Einarsstofu Safnahúss?

Giskaðu á fjöldann og skrifaðu á blað ásamt nafni þínu og símanúmeri og settu í kassann í Einarsstofu.

Dregið verður úr réttumlausnum (+/-) á þrettándanum, laugardaginn 6. janúar kl. 16.

Þrír heppnir fá gjafakort upp á tvo trúðaísa í JOY.

Gleðileg jól!

Aðventan í Safnahúsi Vestmannaeyja

18.12.2017

Jólaundirbúningur er á fullu í Safnahúsi eins og víða annars staðar. Jólasveinaklúbburinn er í gangi á bókasafninu fyrir duglega lestrarhesta, uppskeruhátíð 21. desember. Einarsstofa er orðin mjög jólaleg, jólatréð skreytt, jólaarininn kominn upp og málverk úr Listasafni Vestmannaeyja prýða veggina. Þar má einnig sjá í glerskáp einkasafn Viktors Hjartarsonar á jólakertum. Kíkið endilega á jólin í Safnahúsi - allir velkomnir!

Móðir, missir, máttur - útgáfuhóf í Sagnheimum

02.12.2017

Útgáfuhóf kl. 16. Oddý Garðarsdóttir, Vera Björk Einarsdóttir og Þóranna Sigurbergsdóttir kynna og lesa  úr nýútkominni bók sinni Móðir, missir, máttur.