Actualités

05.06.2014

241

Nýr starfsmaður boðinn velkominn í Sagnheima, byggðasafn

Sagnheimar hafa bætt við nýjum starfsmanni yfir sumarið, Sóley Dögg Guðbjörnsdóttur. Sóley er Eyjakona en fluttist upp á Akranes eftir Framhaldsskólaárin. Hún er nú komin aftur á heimahaga og ætlar að vera í eyjum í sumar. Sóley er með BA gráðu í listfræði og MA gráðu í hagnýtri menningarmiðlun sem nýtist henni vel hér í starfi á safninu. 

Við hlökkum til að starfa með Sóleyju og bjóðum hana hjartanlega velkomna!


Précédent