Actualités

15.04.2014

133

Sagnheimar um páska 2014

Opið verður í Sagnheimum, byggðasafni á skírdag og laugardag fyrr páska kl. 13-16.

Báða dagana verður sýnd mynd Heiðars Marteinssonar Gosið og uppbyggingin í Eyjum kl. 13 (enska) og 14 (þýska). Myndin verður einnig sýnd aukalega með íslensku tali ef þess verður óskað.

Einarsstofa verður einnig opin á sama tíma, þ.e. skírdag og laugardag fyrir páska kl. 13-16. Þar er nú einstök sýning Kristleifs Magnússonar og fer hver að verða síðastur að sjá hana.

 


Précédent