Actualités

Sagnheimar - gossýningar- opnunartími

29.01.2013

Mikill og skemmtilegur erill var í Sagnahúsi er þess var minnst að 40 ár eru liðin frá því að gos hófst á Heimaey. Krakkarnir í grunnskólanum höfðu unnið metnaðarfull verkefni og myndir sem prýddu safnið auk þess sem boðið var upp á ljósmyndasýningar Hjálmars R. Bárðarsonar, Kristins Benediktssonar og Sigurgeirs Jónassonar. Úrklippubækur og skráningarblöð fyrir þá sem eiga eftir að segja sögu sína liggja frammi. Fyrir hádegi 23. janúar höfðu nær 300 krakkar heimsótt safnið en opinber móttaka og opnun sýninga var kl. 17.

Heimaeyjargosið í Safnahúsi Vestmannaeyja

22.01.2013

Í Safnahúsi Vestmannaeyja er þess nú minnst með fjölbreytilegum sýningum að 40 ár eru frá upphafi Heimaeyjargossins.
Einarsstofa: Hjálmar R. Bárðarson, ljósmyndarsýning: Heimaey í svarthvítu.
Kristinn Benediktsson, ljósmyndasýning, Heimaeyjargosið.
Sýning frá héraðsskjalasafni og bókasafni í skápum.
Stigagangur: Gosverk barna í Grunnskóla Vestmannaeyja.
Sagnheimar: Gosverk barna í Grunnskóla Vestmannaeyja.
Sagnheimar/Pálsstofa. Sigurgeir Jónasson, ljósmyndasýning: Flóttinn frá Heimaey.
Skráning og sýnishorn úr heimildasöfnuninni: Bátsferðin mín gosnóttina 1973.

Sagnheimar - breyttur opnunartími vegna gossýninga

22.01.2013

23. janúar kl. 17 verða nýjar sýningar í Safnahúsi opnaðar með stuttri athöfn.
Breyttur opnunartími verður í þessari viku í Sagnheimum:
miðvikudagur 23. janúar kl. 17-18.
fimmtudagur og föstudagur kl. 10-17
laugardagur og sunnudagur kl. 13-16
Allir hjartanlega velkomnir!
 

Sagnheimar, byggðasafn og Heimaeyjargosið

18.01.2013

Undirbúningur sýninga, þar sem þess verður minnst að 40 ár eru frá því eldgos hófst á Heimaey stendur nú sem hæst í Sagnheimum.  Sýningarnar hafa ekki enn tekið á sig lokamynd en verða opnaðar formlega 23. janúar kl. 17.
 
Ljósmyndsýningar verða í Einarsstofu/Safnahúsi og Pálsstofu/Sagnheimum auk þess sem verið er að vinna heimildasýningu í Pálsstofu.  Krakkar í Grunnskóla Vestmannaeyja vinna líka sínar sýningar í Sagnheimum.

Ljósmyndasýning Síldarminjasafns Íslands í Sagnheimum, byggðasafni

10.01.2013

Nú er komið að lokum ljósmyndarsýningar Hauks Helgasonar frá Síldarminjasafni Íslands á Siglufirði. Síðustu sýningardagar verða laugardagana 12. og 19. janúar kl. 13 - 16.  Minnum einnig á sýningu til heiðurs Hannesi lóðs.
Aðgangseyrir 2 fyrir 1 fullorðinn. Frítt fyrir 17 ára og yngri.
Allir hjartanlega velkomnir.

Jólaratleikur í Sagnheimum, byggðasafni

02.01.2013

Grýla og Leppalúði ásamt kisanum sínum, jólakettinum, búa sig nú til heimferðar eftir velheppnuð jól. Í heimsókn sinni á safnið sá jólakötturinn ýmislegt sem hann taldi að gagnast gæti þeim skötuhjúum til fjalla.
Boðið er upp á ratleik í byggðasafninu laugardaginn 4. janúar kl. 13 - 16 þar sem börn á öllum aldri geta hjálpað kisa að finna þessa hluti, sem hann merkti sér.
Ókeypis er fyrir börn og 2 fyrir 1 fyrir 18 ára og eldri.
Allir hjartanlega velkomnir.

Sagnheimar um jól og áramót 2012

19.12.2012

Allt er á rólegum nótum í Sagnheimum í lok mikils afmælisárs. Minnum á að sýningin um Hannes lóðs er enn uppi ásamt gestaljósmyndasýningu frá Síldarminjasafninu á Siglufirði.
Opnunartími verður sem hér segir:
Laugard. 22.12.: kl. 13 - 16.
Laugard. 29.12.: kl. 13 - 16
Laugard. 5.1.: kl. 13 - 16. Ratleikur jólakattarins.
Sagnheimar óskar öllum gleðilegra jóla, árs og friðar.
 

Árni símritari - útgáfuteiti í Sagnheimum, Safnahúsi

05.12.2012

Laugadaginn 8. desember kemur bók Árna símritara Eyjar og úteyjalíf út og verður þá blásið til veislu í Safnahúsi kl. 13. Auk dagskrár verður boðið upp á kaffi, tertur og Álseyjarbollur. Allir hjartanlega velkomnir.
Bókin verður til sölu í Safnahúsi á laugardag og sunnudag kl. 13 - 17.
Sjá dagskrá nánar hér fyrir neðan.
 

Hannes lóðs í Sagnheimum, sýning á safni og munir í skáp í afgreiðslu.

03.12.2012

Dagskrá til heiðurs Hannesi lóðs 24. nóvember sl. var vel sótt eða alls um 50 manns. Sýningin sem sett var upp af þessu tilefni má sjá á opnunartímum safnsins, laugardögum kl. 13-16 út desember.
Minnum einnig á áhugaverða gripi í glerskáp í afgreiðslu Sagnheima, sem hægt er að skoða á opnunartíma Safnahúss, þ.e. virka daga kl. 10-17 og á laugardögum kl. 11 -16., sjá nánar hér að neðan. 
Hér fyrir ofan má sjá brjóstmynd af Hannesi lóðs, til vinstri er Jóhannes Tómasson barnabarn hans og Jórunn Helgadóttir barnabarnabarn Hannesar er til hægri.

Hannes lóðs og sjómennska fyrri tíma - Sagnheimum 24. nóv., kl. 16

15.11.2012

Undirbúningur er nú á fullu fyrir síðasta viðburð þessa afmælisárs byggðasafnsins í Sagnheimum 24. nóv. nk. Nú í nóvember verða liðin 160 ár frá fæðingu þess merka manns Hannesar Jónssonar lóðs (1832-1937). Við munum minnast þessara tímamóta með því að rifja upp sögu sjávarútvegsins á árabátaöld og jafnframt bregða ljósi á ævi og störf Hannesar sem hlaut margs konar viðurkenningar, m.a. fálkaorðuna árið 1929 og heiðursborgaranafnbót árið 1932. Sjá dagskrá hér að neðan.

Safnahelgi Suðurlands - Sagnheimar 3.-4. nóv.

31.10.2012

Safnahelgi Suðurlands verður helgina 1. - 4. nóvember. Söfnin í Vestmannaeyjum taka að sjálfsögðu þátt á metnaðarfullan hátt.
Í Sagnheimum, byggðasafni verður opið á laugardag og sunnudag frá kl. 13- 16.
Á laugardag kl. 14:30 verður ljósmyndasýning Hauks Helgasonar frá síldarárunum 1953 - 1957 opnun. Er þetta gestasýning frá Síldarminjasafni Íslands. Árni Johnsen rifjar upp sjómannaslagara við opnun.
Á laugardagskvöldinu kl. 20 mætir síðan Óttar Guðmundsson geðlæknir  í Sagnheima með erindi sitt Geðveikar hetjur Íslendingasagna. Umræður á eftir. Allir hjartanlega velkomnir. Aðgangur ókeypis.

Ísfélagsdagur í Sagnheimum, byggðasafni 27. október 2012

24.10.2012

Ísfélag Vestmannaeyja í samstarfi við Sagnheima bjóða upp á sérstakan Ísfélagsdag í byggðasafninu nk. laugardag kl. 13-16. Starfsmönnum Ísfélagsins ásamt mökum, börnum og barnabörnum er boðið að koma og skoða safnið og léttur ratleikur er fyrir fjölskyldufólk og þá sem vilja. Heitt verður á könnunni í tjaldinu og safi fyrir börnin.
Safnið er einnig opið almenningi á þessum tíma en hópum er bent á að hafa samband við safnstjóra, s. 698 2412, svo að hægt verði að finna tíma sem  hentar sem flestum.

Árni Árnason símritari, kynning í Einarsstofu Safnahúss 13. október kl. 16

11.10.2012

Í tilefni þess að laugardaginn 13. október eru rétt 50 ár frá því Árni símritari andaðist er boðið upp á dagskrá honum til heiðurs í Einarsstofu Safnahúss Vestmannaeyja kl. 16 - 17:30.
Allir hjartanlega velkomnir!

Húsin í hrauninu, kynning í Einarsstofu, 6. október kl. 16.

04.10.2012

Húsin í hrauninu
Viska fagnar tíu ára starfsamæli í janúar 2013 og efnir til kynningar laugardaginn 6. október kl. 16-17 í Einarsstofu Safnahúss.
Arnar Sigurmundsson kynnir afmælisverkefni Visku sem hann ásamt Þórunni Jónsdóttur mun stýra. Námskeiðið ber heitið Húsin í hrauninu og er sjálfstætt framhald af námskeiðunum um Húsin í götunni.
Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu og samanstendur af vikulegum vinnufundum á þriðjudögum kl. 19:30-22:00 í Viskusalnum að Strandvegi 50. Fyrsti fundur er þriðjudaginn 9. október.
Allir hjartanlega velkomnir.
Ljósmyndin með þessari frétt er úr safni Óskars Elíasar Björnssonar.

Jón Björnsson frá Bólstaðarhlíð og skipamyndirnar hans í Einarsstofu

20.09.2012

Í Einarsstofu er nú sýnishorn af skipamyndum Jóns frá Bólstaðarhlíð en hann lést 4. september sl. á 88. aldursári.  Fyrir um ári ráðstafaði Jón öllu sínu mikla ævistarfi í þágu rannsókna á íslenska skipaflotanum til Safnahúss Vestmannaeyja.
Í Einarsstofu eru nú sýndar 60 myndir sem tengjast sögu Vestmannaeyja á einn eða annan hátt ásamt upplýsingum um skipin, sem allar eru teknar úr bókum Jóns, sem einnig eru lagðar fram til sýnis.

Vetrartími í Sagnheimum, byggðasafni

16.09.2012

Nú er kominn vetrartími í Sagnheimum, byggðasafni og er safnið þá aðeins opið á laugardögum kl. 13-16. Eftir sem áður geta hópar og skólar heimsótt safnið á öðrum tímum að höfðu samráði við safnstjóra.
Hópar sem hyggja á heimsóknir á opnunartíma safnsins eða utan hans er einnig bent á að hafa tímanlega samband við safnstjóra svo að allir geti notið heimsóknarinnar sem best.
Allir hjartanlega velkomnir!
Safnstjóri, s.: 488 2045 og 6982412.

Óskar Björgvinsson ljósmyndari, líf og starf, í Einarsstofu Safnahúss Vestmannaeyja 8. september kl. 14

04.09.2012

Starfsfólk Safnahúss Vestmannaeyja er nú önnum kafið við að undirbúa næsta atburð, sem er að minnast Óskars Björgvinssonar ljósmyndara sem hefði orðið 70 ára 5. september. í tilefni þess mun fjölskylda Óskars afhenda
gríðarlega stórt ljósmyndasafn hans 8. september, líklega um 150.000 myndir, sem spannar hartnær 40 ár úr lífi Eyjamanna. Til samanburðar má nefna að hið merka safn Kjartans  Guðmundssonar, sem er hið stærsta sem fyrir er í safninu, telur um 20.000 myndir.  Allir hjartanlega velkomnir!
 

Þórður í Skógum gefur Safnahúsi Vestmannaeyja merkilegt handrit af Reisubók sr. Ólafs Egilssonar

28.08.2012

Þórður Tómasson lét ekki endasleppt í sinni vináttu við Safnahús Vestmannaeyja. Sunnudaginn 26. ágúst sl. afhenti hann til gjafar handrit úr eigin fórum af Reisubók sr. Ólafs Egilssonar. Um er að ræða uppskrift á handritinu Lbs 371 8vo er ritað var upp að Ofanleiti af sr. Jóni Austmann 1829. Handritið sem Þórður afhenti er af stærstum hluta frá árinu 1850, og ritað af Andrési Árnasyni á Hellnum í Mýrdal, en aukið við af Einari Brandssyni á Reyni 1878 í lokin, fáein blöð. Frumrit sr. Ólafs er löngu horfið úr þessum heimi og allar útgáfur eru gerðar eftir yngri uppskriftum. Handritið er vel varðveitt og er eftirtektar- og þakkarvert að það er fyrsta og eina uppskrift frá fyrri tíð sem til er í Skjalasafni Vestmannaeyja.

Snillingar á ferð - bók Þórðar í Skógum til sölu í Safnahúsi

27.08.2012

Málþingið í gær var einstaklega vel heppnað enda miklir höfðingjar og snillingar þar á ferð, Atli Ásmundsson aðalræðismaður í Kanada, Böðvar Guðmundsson rithöfundur, Þórður Tómasson í Skógum fræðimaður og Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Þórður í Skógum sem kynnti nýútgefna bók sína, Liðna Landeyinga og er hún seld á Bókasafninu og í Sagnheimum, byggðasafni og kostar aðeins 1.900 kr.
Á myndinni má sjá Helgu, Atla, Össur, Böðvar, Þórð, Kára og Gunnlaug Grettisson.

Þórður í Skógum og Liðnir Landeyingar í Einarsstofu Safnahúss, sunnudaginn 26. ágúst kl. 14

20.08.2012

Á málþingi um vesturferðir sem haldið verður í Einarsstofu kl. 14 sunnudaginn 26. ágúst mun Þórður Tómasson í Skógum kynna bók sína Liðna Landeyinga sem kemur út þann dag. Bókin er gefin út af Sögusetri 1627 og er upphaf á ritröð um menningararf  Vestmannaeyja og nærsveita á vegum Safnahúss Vestmannaeyja. Bókin verður til sölu á bókasafninu.